200 skemmtiferðaskip á Akureyri Um 160 skemmtiferðaskip hafa komið á Akureyri það sem af er sumri og eiga 40 skip eftir að koma. Alls verða þetta því um 254 þúsund farþegar, sem koma með skipunum og munar um minna þegar verslun og þjónusta á svæðinu er annars vegar. 22.8.2024 20:06
Ólympíufara fagnað á Selfossi Ólympíufari Selfyssinga, Hákon Þór Svavarsson, sem keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í París fékk góðar móttökur hjá heimamönnum þegar hann kom heim af leikunum. Hann stefnir ótrauður á að keppa líka á næstu Ólympíuleikum eftir fjögur ár, sem verða í Los Angeles í Bandaríkjunum. 21.8.2024 20:06
97 ára og 81 árs dömur á ísrúnti á Dalvík Þær eru yfir sig ánægðar með sig, 97 ára og 81 árs vinkonurnar á Dalbæ, hjúkrunarheimili á Dalvík þegar þær fara saman á ísrúnt á sérstöku hjóli þar sem þær sitja í vagni eins og prinsessur með hattana sína og sólgleraugun á nefinu. 19.8.2024 20:05
Kýrin Mugga bar þremur myndarlegum kvígum Kýrin Mugga á bænum Steindyrum í Svarfaðardal er engin venjuleg kýr því hún bar þremur kálfum, allt hraustar kvígur. 18.8.2024 20:04
Hrútaþukl á Íslandsmeistaramóti í hrútadómum Það verður mikið um að vera á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum í dag því þar fer fram Íslandsmeistaramót í hrútadómum. Keppt verður í tveimur flokkum, vanra hrútaþuklara og óvanra þuklara. 18.8.2024 12:06
Kjörís gaf nokkur tonn af ís í dag Mörg tonn af ís runnu ofan í þá tuttugu þúsund gesti, sem heimsóttu Kjörís í Hveragerði í dag á Ísdegi fyrirtækisins þar sem allir gátu fengið eins mikið af ókeypis ís eins og þeir vildu. Nokkrir furðulegir ísar voru á boðstólnum, til dæmis laxaís, harðfiskís og sinnepsís. 17.8.2024 20:04
Bændur opna bú sín á „Beint frá býli deginum“ Bændur í hverjum landshluta munu opna bú sín fyrir gestum og gangandi á morgun, sunnudag á „Beint frá býli deginum” þar sem boðið verður upp á allskonar smakk og kynningu á vörum bænda og búaliðs. 17.8.2024 14:04
Kerlingadráttur í 120 ára afmælisveislu í Borgarnesi „Það fæst allt í kaupfélaginu nema kannski falskar tennur og líkkistur“, segja bændur í Borgarfirði ánægðir með kaupfélagið sitt, sem fagnar 120 ára afmæli sínu á morgun með miklum hátíðarhöldum. Kerlingadráttur verður eitt af atriðum dagsins. 16.8.2024 20:05
Allt svo snyrtilegt við höfnina í Vestmannaeyjum Miklar endurbætur hafa verið gerðar á höfninni í Vestmannaeyjum þar sem áhersla er lögð á snyrtimennsku og virðingu við gamla tímann með allskonar nýjungum. 11.8.2024 20:31
Stjörnurnar streyma á Sólheima Það iðar allt af lífi og fjöri á menningarveislu Sólheima í Grímsnesi í sumar þar sem boðið er upp á ókeypis tónlistardagskrá alla laugardaga með landsþekktu listafólki. 8.8.2024 21:04