Innlent

Allt að gerast í Rang­ár­þingi hvað varðar lífs­gæði í­búa

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Fjölmörg afþreying er í boði fyrir íbúa í Rangárvallasýslu en hún verður öll kynnt betur á Lífsgæðadeginum.
Fjölmörg afþreying er í boði fyrir íbúa í Rangárvallasýslu en hún verður öll kynnt betur á Lífsgæðadeginum. Aðsend

Það verður mikið um að vera í íþróttahúsinu á Hellu á morgun, sunnudaginn 21. september því þá fer fram svonefndur „Lífsgæðadagur í Rangárþingi“ þar sem íbúar í Rangárvallasýslu fá kynningu á öllu því fjölbreytta tómstunda- og íþróttastarfi, sem verður í boði í vetur.

Hugmyndin af Lífsgæðadeginum, sem Rangárþing ytra og Rangárþing eystra standa að ásamt fleirum á Jóhann G. Jóhannsson íþrótta- og fjölmenningarfulltrúi Rangárþings ytra.

Á deginum munu íþróttafélög, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar kynna lífsgæða- og virkniúrræði sem eru í boði í Rangárvallasýslu í haust og vetur. Mjög fjölbreytt framboð er í boði eins og Jóhann þekkir manna best.

„Já, bara allt, sem að bætir lífsgæði og eykur samfélagsleg tengsl og samkennd. Allt þetta verður kynnt af því að það er svo mikið um að vera í Rangárþingi og það er svo gaman þá að búa til einhverskonar miðpunkt þar sem fólk getur séð hvað er mikið um að vera í þeirra nærumhverfi. Mér finnst þetta frábært framtak hjá okkur svo ég segi sjálfur frá,” segir Jóhann spenntur fyrir deginum.

Jóhann G. Jóhannsson, sem er íþrótta- og fjölmenningarfulltrúi Rangárþings ytra og er allt í öllu varðandi Lífsgæðadaginn á morgun.Aðsend

En eru íbúar í Rangárvallasýslu almennt duglegt að sækja það sem er í boði hvað varðar hreyfingu og afþreyingu allskonar eða hvað?

„Já, það er það. Það virðist vera erfiðara segir margir eftir Covid en við erum að vonast til þess að við náum fólki af stað”, segir Jóhann og bætir við.

„Þetta er sem sagt núna á sunnudaginn, 21. september á milli 11:00 og 13:00 í íþróttahúsinu á Hellu, þessi Lífsgæðadagur. Svo í kjölfarið opnast flóðgáttir og það er hægt að sækja allskonar viðburði og gera allskonar hluti.”

Lífsgæðadagurinn fer fram á morgun, sunnudaginn 21. september.Aðsend

Svo má geta þess að í vikunni Rangárþingi ytra verður sérstök íþróttavika þar sem fjölmargt skemmtilegt verður í boði eins og sjá má á heimasíðu sveitarfélagsins.

Í íþróttavikunni verður boðið upp á nokkra fyrirlestra, meðal annars þennan. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Heimasíða Rangárþings ytra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×