Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Leita vís­bendinga um flug­slysið og fleiri fórnar­lamba

Indversk flugmálayfirvöld rannsaka nú tildrög og aðstæður við flugslys í Ahmedabad á Indlandi í gær. Flugslysið er eitt það mannskæðasta í flugsögu Indlands en allir farþegar vélarinnar nema einn, sem var á leið til London, létust. Vélin brotlenti um fimm mínútum eftir flugtak í íbúðarhverfi í Ahmedabad á hóteli fyrir lækna.

Þing­menn stjórnar­and­stöðu ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólar­hring

Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring á þingi í gær. Þing hófst klukkan 13.30 með umræðu um fyrst störf þingsins og svo um fundarstjórn. Umræða um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 35, hófst svo klukkan 14.34 og stóð til 02:07 í nótt. Þingfundi var svo frestað klukkan 02:14 en hefst aftur klukkan 11 og er málið þar á dagskrá.

Til­kynnt um barn með vopn og vímu­efni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á hamar, hnúajárn og fíkniefni í fórum barns í Breiðholti í gær. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglu hafi verið tilkynnt um einstakling undir lögaldri með bæði vopn og vímuefni utan dyra í Breiðholti. 

Jón Óttar kærir Ólaf Þór fyrir rangar sakar­giftir

Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrum eigandi PPP, hefur kært Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara og fyrrverandi sérstakan saksóknara, fyrir rangar sakargiftir í tengslum við rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við vinnu á vegum PPP á þrotabúi Milestone árið 2011 til 2012. Greint er frá kærunni í Morgunblaðinu í dag.

Embla Medi­cal hlaut út­flutnings­verðlaun for­setans og Ragnar Kjartans heiðraður

Fyrirtækið Embla Medical hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2025. Sveinn Sölvason, forstjóri fyrirtækisins veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Samhliða var Ragnar Kjartansson heiðraður fyrir störf sín á alþjóðavettvangi. Vegna fjarveru Ragnars tók Börkur Arnarson, eigandi i8 gallerí, við verðlaununum fyrir hans hönd.

Pharoahe Monch með De La Soul á Lóu

Troy Jamerson sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Pharoahe Monch mun fylgja og koma fram með hljómsveitinni De La Soul á tónlistarhátíðinni Lóu sem fer fram í Laugardal í Reykjavík þann 21. júní.

Musk sér eftir sumum færslunum sem hann birti um Trump

Elon Musk segist nú sjá eftir sumum þeirra færslna sem hann setti á samfélagsmiðil sinn, X, í síðustu viku. Þar fór hann ófögrum orðum yfir nýtt fjárlagafrumvarp Trump. Hann sagði það „viðurstyggilegan hrylling“ og sagði Repúblikana, flokksmenn Trump, eiga að skammast sín.

Fleiri bílastæða­fyrir­tæki til skoðunar hjá Neyt­enda­stofu

Neytendastofa hefur enn til skoðunar upplýsingagjöf bílastæðafyrirtækja um gjaldtöku. Neytendastofa sektaði í gær fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna.

VG skoðar sam­starf við aðra flokka fyrir kosningar næsta vor

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir víða um land rætt um mögulegt samstarf í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sem fara fram næsta vor. Hún vill ekki segja til um hvaða flokka sé að ræða en nefnir í þessu samhengi Kópavog, Árborg og Ísafjörð.

Sjá meira