Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Hátt í sjötíu ár eru síðan eins lítil úrkoma hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu í janúar líkt og nú. Snjóleysið hefur veruleg áhrif á skíðafólk. 28.1.2026 23:03
Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur engar kveðjur fengið frá flokksforystunni í Samfylkingunni eftir prófkjörið um helgina þar sem hún laut í lægra haldi gegn Pétur Marteinssyni í oddvitaslag. Hún segist spennt fyrir komandi baráttu og hlakka til að kynnast Pétri betur. 27.1.2026 17:40
Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa enn ekki borist svör um hvort að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri þiggi annað sætið á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Nefndin kallar nú eftir tilnefningum í sætin fyrir neðan sjötta sæti. 27.1.2026 11:53
„Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ „Þetta eru áhugaverðar fréttir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir um þau tíðindi morgunsins að Bjarni Benediktsson sé nú orðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann mun þá væntanlega leiða kjaraviðræður fyrir hönd SA og hitta þar fyrir, ásamt öðrum, Sólveigu Önnu sem hefur gagnrýnt Bjarna harðlega. 26.1.2026 14:09
Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Benediktsson segir áhyggjuefni að það sé bakslag í baráttunni við verðbólguna og það sé krefjandi fyrir atvinnulífið að búa við hátt vaxtastig og hærri laun. Hann telur sína fortíð sína í pólitík ekki aftra sér í nýju hlutverki og telur að hann muni geta átt í góðum samskiptum við aðra leiðtoga innan atvinnulífsins, eins og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. 26.1.2026 11:35
Selenskí undir miklum þrýstingi Utanríkisráðherra bindur vonir við að tímamótaviðræður sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Rússlands í Abú Dabí skili árangri. Mikilvægt sé þó að fullveldi Úkraínu verði virt og friðurinn verði raunverulegur og ekki á forsendum Rússa. 23.1.2026 19:02
Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Tímamótaviðræður um frið milli Rússlands og Úkraínu hófust í dag. Við ræðum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um viðræðurnar í kvöldfréttum klukkan 18:30 sem segir mikilvægt að virða fullveldi Úkraínu. 23.1.2026 18:01
Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Fleiri alvarleg heimilisofbeldismál rötuðu á borð lögreglunnar á síðasta ári miðað við árin áður. Verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra segir málum hafa fjölgað þar sem börn verða fyrir ofbeldi af hendi foreldra en aukin áhersla sé lögð á að stíga inn í slík mál. 23.1.2026 13:13
Borgin beri ábyrgð sem eigandi Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmu sem gjöreyðilagðist í bruna í Gufunesi þegar hún var leigð út. Leigutaka átti að vera slæmt ástand skemmunnar ljóst en þar voru geymdir sögulega verðmætir hlutir. Slökkviliðsstjóri segir borgina bera ábyrgð en brunavarnir séu samspil eiganda og leigutaka. 13.1.2026 19:58
Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Slökkvilið hefur áhyggjur af öryggi þeirra sem leigja rými í húsum þar sem herbergjum hefur verið fjölgað í trássi við reglur og aðgengi að flóttaleiðum er takmarkað. Grunur er um íkveikju í slíku húsi sem slökkviliðinu hafði borist ábendingar um. 13.1.2026 14:00