fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er einn reynslumesti fréttamaður landsins og hefur verið á vettvangi í þrjátíu ár. Hann er einnig með þættina Um land allt og Landnemana á Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa

Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans.

Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar

Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári.

Myndband sýnir enn töluverða virkni: Gossvæðið fylltist strax og það var opnað

Lög­regla segir að vel hafi gengið eftir að gos­stöðvar voru opnaðar á ný á Reykja­nesi í dag þegar fjögurra daga banni við ferðum fólks var af­létt eftir há­degi. Ferðamenn voru agndofa þegar fréttastofa ræddi við þá um gosið. Ó­trú­legt dróna­mynd­band frá Birni Stein­bekk sýnir að enn er tölu­verður kraftur í gosinu.

Ný Þjórsárbrú við Árnes sett í salt eins og Hvammsvirkjun

Ný brú yfir Þjórsá á móts við Árnes, sem til stóð að bjóða út í haust, frestast um óákveðinn tíma eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Oddvitar sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár vonast til að brúarsmíðin tefjist ekki of mikið og segja brúna hafa mikla þýðingu fyrir uppsveitir Suðurlands.

Grjót og mosi þyrlast upp þegar kvikan brýst í gegn

Drónamyndband sem sænsk íslenski ljósmyndarinn Jakob Vegerfors tók sýnir hvernig sprungugos hefst og kvikugangur brýst upp til yfirborðs jarðar. Ný gossprunga sést opnast við rætur Litla-Hrúts um 5-8 mínútum eftir að fyrst varð vart við eldgosið milli Fagradalsfjalls og Keilis mánudaginn 10. júlí.

Hálft Reykjanesið geti farið undir eld

Slökkviliðsbíla má nú sjá við gosstöðvarnar þar sem reynt er að halda aftur af útbreiðslu gróðurelda sem loga vegna glóandi hrauns. Slökkviliðsstjóri segir að ef ekkert verði að gert sé hætta á því að þeir nái gríðarlegri dreifingu á svæðinu. Lokað var fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag.

„Auð­veldasta leiðin og eina leiðin er til suðurs“

Magnús Tumi Guð­munds­son, prófessor í jarð­eðlis­fræði, segir virkni eld­gossins við Litla-Hrút vera svipaða í dag eins og í gær. Hann segir það afar ó­lík­legt að kviku­gangurinn lengist eða að sprungur opnist á nýjum stöðum, til að mynda norðar við Keili. Hraunið muni renna á­fram til suðurs.

Segir Hraunssels-Vatnsfell með aðgengilegasta útsýnið

Almannarvarnir hófu strax í gærkvöldi að stika leið til að beina ferðafólki með sem öruggustum hætti að gosstöðvunum. Formaður Landsbjargar segir að illa hafi gengið á fá björgunarsveitafólk til starfa úr sumarfríi.

Sjá meira