fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er einn reynslumesti fréttamaður landsins og hefur verið á vettvangi í þrjátíu ár. Hann er einnig með þættina Um land allt og Landnemana á Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg

Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar.

Ísböð og heitar laugar á lúxushóteli Hreiðars

Fyrirhugað hótel Hreiðars Hermannsonar á Orustustöðum í Skaftárhreppi verður með ísböðum og heitum laugum og tugkílómetra stígakerfi fyrir viðamikla afþreyingu. Enn ríkir þó óvissa um hvort leyfi fáist til að leggja varanlegan veg að hótelinu.

Neitar að játa sig sigraðan gagnvart gróðureldunum

Þrjátíu slökkviliðsmenn hafa barist í dag á gosstöðvunum, með meiri tækjabúnaði en áður, við að koma í veg fyrir að gróðureldar breiðist út á Reykjanesskaga. Á sama tíma undirbúa Almannavarnir aðgerðir til bjargar innviðum. Þá hyggst lögregla vísa fólki burt af útsýnisstaðnum á Litla-Hrúti vegna þess að Veðurstofan skilgreinir hann sem hættusvæði.

Segir Ísland núna besta stað í heimi til að rannsaka eldgos

Nýsjálenskur eldfjallafræðingur við Háskólann á Hawaii, sem kom sérstaklega til að fylgjast með Reykjaneseldum, segir Ísland besta stað í heimi um þessar mundir til að rannsaka eldgos. Hér gefist stórkostlegt tækifæri til að skýrari mynd af hraungosum.

Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á

Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi.

Steinbítur leyfði kafara að setja sýnatökupinna upp í sig

Eftir covid-faraldurinn er landsmönnum eflaust flestum enn í minni hvernig var að láta stinga pinna upp í sig til sýnatöku. En hvernig skyldi steinbítur bregðast við slíku? Kafarinn Erlendur Bogason ákvað að prófa sömu aðferð til að ná DNA-sýni úr svokölluðum grábít til að fá úr því skorið hvort hann væri í raun steinbítur eða sérstök tegund.

Eldgosin verða kröftugri og hraun mun fara til byggða

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að búast megi við sífellt kröftugri eldgosum í þeirri hrinu Reykjaneselda sem nú sé hafin. Eldgos verði nær þéttbýli og með hraunrennsli til byggða.

Sjá meira