Skipbrot í skólakerfinu og afhjúpun í Hafnarfirði Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. Við fjöllum um skólamálin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. 20.7.2024 18:01
Ljóst að annað áfall mun dynja yfir í framtíðinni Umfangsmikil kerfisbilun, sem sérfræðingar hafa lýst sem mesta tækniáfalli fyrr og síðar, heldur áfram að valda miklum usla, rúmum sólarhring eftir að hennar varð fyrst vart. Hakkarar eru byrjaðir að herja á þá sem urðu fyrir truflunum. Netöryggissérfræðingur telur að frekari, sambærileg tækniáföll séu óumflýjanleg. 20.7.2024 13:33
„Við vorum bara eins og blindur köttur“ Flugsamgöngur, greiðslukerfi og sjónvarpsútsendingar lágu niðri þegar algjört hrun varð í tölvukerfum Microsoft í dag. Tekið gæti talsverðan tíma að vinda ofan af afleiðingum bilunarinnar á heimsvísu, sem hafði einnig áhrif á Íslandi. Kerfi Landsbankans, allra bókasafna landsins og húðmeðferðarstofu í Vegmúla lágu niðri um tíma í dag. 19.7.2024 19:01
Stærsta atvikið í „mörg, mörg ár“ Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið hruni í tölvukerfum um allan heim, meðal annars á Íslandi, og skapað öngþveiti á flugvöllum og víðar. Lagfæring á biluninni virðist komin vel á veg en áhrifa kann að gæta í einhverja daga. Netöryggissérfræðingur segir um að ræða eina umfangsmestu kerfisbilun síðari ára, sem sýni fram á mikilvægi góðra viðbragðsáætlana. 19.7.2024 11:56
Alvarleg staða uppi í kattaheimum Kattaathvörf landsins eru óðum að fyllast og staðan er víðast hvar sögð þyngjast dag frá degi. Samtökin villikettir sendu frá sér neyðarkall í vikunni þar sem óskað var eftir heimili fyrir um 200 ketti. Rekstrarstjóri Kattholts segir stöðuna mjög slæma, Kattholt sé yfirfullt. Kristín Ólafsdóttir heimsótti Kattholt í kvöldfréttum í kvöld. 18.7.2024 22:08
„Það er svo alrangt að ég sé einhver rasisti“ Breyta á matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands þannig að Íslendingar verða boðaðir á sérstökum dögum og útlendingar á öðrum, eftir ítrekuð tilvik þar sem útlendingar höfðu uppi ógnandi hegðun, að sögn formanns Fjölskylduhjálpar. Hún hafnar ásökunum um rasisma og segir ráðstöfunina það eina í stöðunni. 18.7.2024 11:30
Kafað ofan í litleysi íslenska bílaflotans Áttatíu prósent nýskráðra bíla á Íslandi eru gráir, hvítir eða svartir. Bílasali segir greinilegt að Íslendingar telji litríka bíla óheppilega til endursölu. Þá geti djarfari litir kostað kaupendur milljónir aukalega. 13.7.2024 07:31
Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9.7.2024 19:10
Allra augu á Biden og bein útsending úr loftbelg Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9.7.2024 18:19
Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. 8.7.2024 21:07