Búnar að bíða í röð síðan á sunnudag Hópur ítalskra kvenna hefur beðið í röð fyrir utan Origo-höllina við Hlíðarenda nær óslitið síðan á sunnudag. Þær freista þess að ná sem bestum stað á tónleikum Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlims strákasveitarinnar One Direction, sem haldnir eru í höllinni í kvöld. 23.3.2022 16:27
Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. 23.3.2022 11:28
Viðtal við konu frá Maríupól: Sátu á gólfinu og báðu bænir í sprengjuregni Kona sem flúði Maríupól í Úkraínu, þar sem fólk býr við hryllilegar aðstæður eftir linnulausar árásir Rússa, segir skelfilegt að horfa upp á heimaborg sína sprengda í loft upp. Hún þurfti að sjá um alla matseld við opinn eld undir berum himni eftir að rafmagnslaust varð í borginni. 22.3.2022 20:00
Íslendingum beri skylda til að standa vörð um óbyggðirnar Jarðfræðingur telur að nákvæmasta kortlagning íslenskra óbyggða til þessa, sem kynnt var í dag, muni nýtast vel við friðlýsingar framtíðarinnar. Breskur stjórnandi kortlagningarinnar segir að Íslendingum beri skylda til þess að vernda svæðin. 22.3.2022 19:00
Lýsir svakalegri sprengingu um fimmleytið Úkraínumenn höfnuðu í morgun kröfu Rússa um að leggja niður vopn í Mariupól og láta borgina af hendi. Minnst sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kænugarði í nótt, þar sem útgöngubanni verður komið á í kvöld. Íslendingur í Kænugarði segir borgarbúa enn þá fulla baráttuanda, þrátt fyrir nær linnulausar sprengingar. 21.3.2022 13:00
2.050 krónur fyrir fjörutíu mínútna verslunarferð í IKEA á nýjum deilibíl Tíu deilibílar frá rafskútuleigunni Hopp verða teknir í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Framkvæmdastjóri Hopps segir deilibílana frábrugðna öðrum sambærilegum lausnum sem þegar eru í boði og óttast hvorki samkeppni né skort á eftirspurn. 18.3.2022 13:54
Hittust fyrst á flugvelli í Varsjá fyrir fáeinum dögum og búa nú saman í Reykjavík Úkraínskar konur sem flúðu stríðið og komu til landsins fyrir fáeinum dögum eru dolfallnar yfir hlýhug Íslendinga, sem þær segja hafa tekið ótrúlega vel á móti þeim. 14.3.2022 19:54
Myndband sýnir Grímsá ryðjast yfir stíflugarð og þurrka út handrið Miklar skemmdir urðu á stíflugarði Grímsárvirkjunar á föstudag þegar Grímsá í Skriðdal streymdi yfir garðinn af gríðarlegum krafti. Áin ruddi á undan sér miklum ís, sem lagði handrið ofan á garðinum algjörlega í rúst. 14.3.2022 14:50
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Á fjórða tug létust í árás Rússa á herstöð við landamæri Úkraínu og Póllands. Rússar fikra sig hægt og rólega nær Kænugarði. Páfinn bað Rússa í dag um að hætta árásum sínum, í nafni Guðs. 13.3.2022 18:01
„Maður þolir illa að tapa“ Ásmundur Friðriksson þingmaður segir það vonbrigði að hafa ekki náð inn á lista í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra, þar sem hann sóttist eftir oddvitasætinu. Hann telur ýmsar ástæður fyrir slæmu gengi sínu. 13.3.2022 13:19