Þrjár einstæðar mæður með sjö börn á einni viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2022 20:00 Mæðgurnar Fadia og Hor Radwan eru frá Palestínu en flúðu stríðsástandið þar til Grikklands. Þaðan komust þær til Íslands fyrir sjö mánuðum. Vísir/Dúi Lögfræðingur segir forkastanlegt að stjórnvöld hyggist senda barnafjölskyldur aftur til Grikklands á næstu mánuðum, þvert á yfirlýsingar um annað. Á einni viku hafi hann fengið mál þriggja einstæðra mæðra á borð til sín, sem standi frammi fyrir ömurlegum örlögum í Grikklandi. Um síðustu mánaðamót höfðu 147 manns fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd og biðu brottvísunar, þar af 20 börn. 36 biðu endursendingar til Grikklands - en þangað hefur enginn verið sendur í að minnsta kosti rúmt ár. Í gær var loks greint frá því að stoðdeild ríkislögreglustjóra undirbyggi að fylgja fólki, allt einstaklingum, út til Grikklands á næstu dögum og vikum. En lögfræðingur segir fjölskyldur með börn einnig standa frammi fyrir brottvísun með haustinu. „Sem kemur okkur svolítið á óvart vegna þess að ráðherra, bæði dómsmála og barnamála, höfðu lýst því yfir að barnafjölskyldur yrðu ekki sendar til Grikklands. Dómsmálaráðherra tók svo sterkt til orða að það hefði aldrei staðið til,“ segir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu. „Og þetta er bara verulegt áhyggjuefni.“ Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS-lögmannsstofu. Langar að halda áfram í skólanum Bara í þessari viku hafi þrjár einstæðar mæður með alls sjö börn leitað til hans. Úrskurðir í málum þeirra séu forkastanlegir. Þær hafi verið á landinu í sjö mánuði og enginn eðlismunur á málum þeirra og málum fjölskyldnanna sem til dæmis höfðu verið hér í tíu mánuði og fengið frest. „Og þessar fjölskyldur og einstæðu mæður eru í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Og verði þær sendar til Grikklands eins og kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á mánudaginn þá munu þær fara á götuna þar.“ Palestínsku mæðgurnar Fadia og Hor Radwan bjuggu einmitt á götunni í Grikklandi áður en þær komu til Íslands fyrir sjö mánuðum. Í Palestínu bjuggu þær við stöðugt stríðsástand og fjölskyldumeðlimir drepnir svo þær flúðu. Á Íslandi fá þær loksins frið. „Það er búið að vera mjög gott. Við höfum fengið góða heilbrigðisþjónustu og almennt góða þjónustu. Allt hefur verið gott,“ segir Fadia. Þær eru hræddar við brottvísun. Og Hor langar mjög að halda áfram í skólanum, þar sem hún á marga vini og finnst skemmtilegast að leika sér. Rætt er við mæðgurnar og Albert í fréttinni í spilaranum hér fyrir ofan. Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Um síðustu mánaðamót höfðu 147 manns fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd og biðu brottvísunar, þar af 20 börn. 36 biðu endursendingar til Grikklands - en þangað hefur enginn verið sendur í að minnsta kosti rúmt ár. Í gær var loks greint frá því að stoðdeild ríkislögreglustjóra undirbyggi að fylgja fólki, allt einstaklingum, út til Grikklands á næstu dögum og vikum. En lögfræðingur segir fjölskyldur með börn einnig standa frammi fyrir brottvísun með haustinu. „Sem kemur okkur svolítið á óvart vegna þess að ráðherra, bæði dómsmála og barnamála, höfðu lýst því yfir að barnafjölskyldur yrðu ekki sendar til Grikklands. Dómsmálaráðherra tók svo sterkt til orða að það hefði aldrei staðið til,“ segir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS lögmannsstofu. „Og þetta er bara verulegt áhyggjuefni.“ Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur hjá CPLS-lögmannsstofu. Langar að halda áfram í skólanum Bara í þessari viku hafi þrjár einstæðar mæður með alls sjö börn leitað til hans. Úrskurðir í málum þeirra séu forkastanlegir. Þær hafi verið á landinu í sjö mánuði og enginn eðlismunur á málum þeirra og málum fjölskyldnanna sem til dæmis höfðu verið hér í tíu mánuði og fengið frest. „Og þessar fjölskyldur og einstæðu mæður eru í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Og verði þær sendar til Grikklands eins og kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á mánudaginn þá munu þær fara á götuna þar.“ Palestínsku mæðgurnar Fadia og Hor Radwan bjuggu einmitt á götunni í Grikklandi áður en þær komu til Íslands fyrir sjö mánuðum. Í Palestínu bjuggu þær við stöðugt stríðsástand og fjölskyldumeðlimir drepnir svo þær flúðu. Á Íslandi fá þær loksins frið. „Það er búið að vera mjög gott. Við höfum fengið góða heilbrigðisþjónustu og almennt góða þjónustu. Allt hefur verið gott,“ segir Fadia. Þær eru hræddar við brottvísun. Og Hor langar mjög að halda áfram í skólanum, þar sem hún á marga vini og finnst skemmtilegast að leika sér. Rætt er við mæðgurnar og Albert í fréttinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira