Umdeild afsökunarbeiðni vegna enn umdeildari bréfa Leikarahjónin Mila Kunis og Ashton Kutcher hafa sætt harðri gagnrýni nú um helgina eftir að meðmælabréf sem þau skrifuðu um leikarann Danny Masterson voru birt. Masterson var á fimmtudag dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir nauðgun. 10.9.2023 23:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Yfir tvö þúsund eru látnir í Marokkó eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir landið á föstudagskvöld. Björgunarstarf gengur afar erfiðlega og heilu bæirnir eru taldir hafa þurrkast út. Íslensk stjórnvöld eru í viðbragðsstöðu ef óskað verður eftir aðstoð íslensks björgunarfólks - en þess hefur ekki reynst þörf hingað til. Við fjöllum um hamfarirnar í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 10.9.2023 11:53
„Fólk var hérna öskrandi og æpandi á göngunum úr hræðslu“ Yfir þúsund fórust þegar gríðarlegur jarðskjálfti að stærð 6,8 reið yfir í Atlasfjöllum í Marokkó seint í gærkvöldi. Íslendingur rétt utan við Marrakesh lýsir mikilli skelfingu þegar jörð tók að hristast. Hann sé ýmsu vanur þegar kemur að jarðskjálftum en skjálftinn í gær hafi verið sá allra stærsti sem hann hafi upplifað. 9.9.2023 13:39
Hádegisfréttir Bylgjunnar Minnst 830 fórust þegar gríðarlegur jarðskjálfti að stærð 6,8 reið yfir í Atlasfjöllum í Marokkó seint í gærkvöldi. Íslendingur rétt utan við Marrakesh lýsir mikilli skelfingu þegar jörð tók að hristast. Hann sé ýmsu vanur þegar kemur að jarðskjálftum en skjálftinn í gær hafi verið sá allra stærsti sem hann hafi upplifað. Við fjöllum um hamfarirnar á þessum vinsæla ferðamannastað Íslendinga í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 9.9.2023 11:53
Bílarnir gjöreyðilagðir eftir íkveikjuna Ótti greip um sig meðal íbúa fjölbýlishúss í Naustahverfi á Akureyri þar sem grunur leikur á að kveikt hafi verið í bílum í nótt. Bílarnir gjöreyðilögðust eins og sést af meðfylgjandi myndskeiðum frá vettvangi. 8.9.2023 19:56
„Risastór“ skemmtiferðaskipadagur í Reykjavík Fimm skemmtiferðaskip eru nú við höfn í Reykjavík og dagurinn einn sá allra stærsti á vertíðinni, að sögn hafnarstjóra. Hann telur að um tíu þúsund manns gætu streymt inn í borgina úr skipunum í dag. 7.9.2023 12:05
Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6.9.2023 20:23
Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6.9.2023 11:44
„Ég hlakka mikið til að spila fyrir fólkið í kvöld“ Brekkusöngur þjóðhátíðar í eyjum fer fram í kvöld. Magnús Kjartan Eyjólfsson, stjórnandi brekkusöngsins segist spenntur fyrir kvöldinu. Veðrið lofi góðu og hann hafi trú á að allt gangi vel. 6.8.2023 20:09
„Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. 16.7.2023 19:22