Langþreytt á ferðamönnum sem fylla tunnurnar af óflokkuðu rusli Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. janúar 2024 20:00 Ingibjörg Sædís býr í miðborginni. Henni gremst að ferðamenn úr AirBnb-íbúðum í nágrenninu fylli ruslatunnur hennar af óflokkuðu rusli. Vísir/Arnar Dæmi eru um að sorptunnur miðborgarbúa séu ekki tæmdar vegna þess að AirBnb-gestir í nágrenninu fylla tunnurnar af óflokkuðu rusli. Samskiptastjóri Sorpu segir nýja flokkunarkerfið mögulega of flókið fyrir ferðamenn - en ábyrgðin liggi hjá leigusölunum. Sorphirðumenn vitjuðu sorptunnanna, sem fréttamaður sýnir í innslaginu hér fyrir neðan, í gær, 2. janúar. Þeir urðu þó frá að hverfa þegar í ljós kom að ekki var rétt flokkað, samanber miða sem skilinn var eftir á tunnunni. „Tæming íláta hefur ekki farið fram, rangt flokkað.“ Já, borgin tæmdi ekki tunnurnar, og það þrátt fyrir að íbúarnir sem eiga þær flokki samviskusamlega. Klippa: Tunnurnar ekki tæmdar vegna ferðamanna „Óflokkað sorp í stórum pokum hefur verið sett í okkar tunnur frá AirBnb og annars konar skammtímaleigu-íbúðum hér í grennd. Þetta hefur verið frekar hvimleitt vandamál,“ segir Ingibjörg Sædís, íbúi í miðborginni. Og vandamálið virðist víðtækt, eða í það minnsta sá hluti að því sem snýr að óviðkomandi rusli. Íbúar í nærliggjandi götu hafa til dæmis fundið sig knúna til að merkja sérstaklega að tunnur þeirra séu til einkanota en ekki undir rusl almennings, líkt og sýnt er í innslaginu hér fyrir ofan. Og skilaboðin eru á ensku, eins og til að höfða sérstaklega til ferðamanna og annarra enskumælandi. Ingibjörg vakti máls á vandanum í íbúahóp miðborgarinnar á Facebook. Þar lýstu margir svipaðri reynslu. Þá hafa íbúasamtök miðborgarinnar áður bent á vandamálið og hyggjast gera það aftur. „Ég myndi segja að þetta sé búið að stóraukast eftir að nýja flokkunarkerfið fór í gang,“ segir Ingibjörg. „Það eru allir að læra á nýja kerfið, sem er svosem skiljanlegt en mér finnst bara að fólk sem er með skammtímaleigu þurfi að sýna meiri ábyrgð.“ Kannski of flókið fyrir túristana Undir þetta tekur Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Ábyrgðin liggi hjá eigendum íbúðanna. „Já, það eru margar leiðir að þessu. Ég var nú bara sjálfur með ferðamenn í svona AirBnb-gistingu og ég var bara nokkuð skýr við þau með það að ég myndi fara út með ruslið. Það er miklu einfaldara að heimamaður sem þekkir kerfið geri þetta. Annars getur þetta komið upp, að það er vitlaust flokkað og þá er viðbragðið skýrt, bæði hjá sorphirðunni hér í Reykjavík og þjónustuaðilanum hjá sveitarfélögunum í kring, að tunnurnar eru ekki teknar. Því það tryggir að rétt efni fari í rétta strauma hjá okkur,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.Vísir/Arnar Er þetta nýja flokkunarkerfi of flókið fyrir túristana? „Það gæti vel verið of flókið fyrir túrista, já. En ég finn samt dálítið til með ferðamönnum sem koma til Íslands því þeir hegða sér held ég bara eins og íslenskir ferðamenn í útlöndum. Við tökum heilann svolítið úr sambandi þegar við förum í ferðalag og ætlumst til að hlutirnir séu gerðir fyrir okkur. En þá þurfa eigendur að grípa til þeirra ráða sem þeir þurfa.“ Sorphirða Reykjavík Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þetta eru sorpfréttir ársins Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna. 20. desember 2023 07:01 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Sorphirðumenn vitjuðu sorptunnanna, sem fréttamaður sýnir í innslaginu hér fyrir neðan, í gær, 2. janúar. Þeir urðu þó frá að hverfa þegar í ljós kom að ekki var rétt flokkað, samanber miða sem skilinn var eftir á tunnunni. „Tæming íláta hefur ekki farið fram, rangt flokkað.“ Já, borgin tæmdi ekki tunnurnar, og það þrátt fyrir að íbúarnir sem eiga þær flokki samviskusamlega. Klippa: Tunnurnar ekki tæmdar vegna ferðamanna „Óflokkað sorp í stórum pokum hefur verið sett í okkar tunnur frá AirBnb og annars konar skammtímaleigu-íbúðum hér í grennd. Þetta hefur verið frekar hvimleitt vandamál,“ segir Ingibjörg Sædís, íbúi í miðborginni. Og vandamálið virðist víðtækt, eða í það minnsta sá hluti að því sem snýr að óviðkomandi rusli. Íbúar í nærliggjandi götu hafa til dæmis fundið sig knúna til að merkja sérstaklega að tunnur þeirra séu til einkanota en ekki undir rusl almennings, líkt og sýnt er í innslaginu hér fyrir ofan. Og skilaboðin eru á ensku, eins og til að höfða sérstaklega til ferðamanna og annarra enskumælandi. Ingibjörg vakti máls á vandanum í íbúahóp miðborgarinnar á Facebook. Þar lýstu margir svipaðri reynslu. Þá hafa íbúasamtök miðborgarinnar áður bent á vandamálið og hyggjast gera það aftur. „Ég myndi segja að þetta sé búið að stóraukast eftir að nýja flokkunarkerfið fór í gang,“ segir Ingibjörg. „Það eru allir að læra á nýja kerfið, sem er svosem skiljanlegt en mér finnst bara að fólk sem er með skammtímaleigu þurfi að sýna meiri ábyrgð.“ Kannski of flókið fyrir túristana Undir þetta tekur Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Ábyrgðin liggi hjá eigendum íbúðanna. „Já, það eru margar leiðir að þessu. Ég var nú bara sjálfur með ferðamenn í svona AirBnb-gistingu og ég var bara nokkuð skýr við þau með það að ég myndi fara út með ruslið. Það er miklu einfaldara að heimamaður sem þekkir kerfið geri þetta. Annars getur þetta komið upp, að það er vitlaust flokkað og þá er viðbragðið skýrt, bæði hjá sorphirðunni hér í Reykjavík og þjónustuaðilanum hjá sveitarfélögunum í kring, að tunnurnar eru ekki teknar. Því það tryggir að rétt efni fari í rétta strauma hjá okkur,“ segir Gunnar Dofri. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.Vísir/Arnar Er þetta nýja flokkunarkerfi of flókið fyrir túristana? „Það gæti vel verið of flókið fyrir túrista, já. En ég finn samt dálítið til með ferðamönnum sem koma til Íslands því þeir hegða sér held ég bara eins og íslenskir ferðamenn í útlöndum. Við tökum heilann svolítið úr sambandi þegar við förum í ferðalag og ætlumst til að hlutirnir séu gerðir fyrir okkur. En þá þurfa eigendur að grípa til þeirra ráða sem þeir þurfa.“
Sorphirða Reykjavík Airbnb Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þetta eru sorpfréttir ársins Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna. 20. desember 2023 07:01 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Þetta eru sorpfréttir ársins Íslendingar tuðuðu sem aldrei fyrr yfir sorpmálum á árinu sem er að líða. Nýjar margskiptar sorptunnur vöfðust fyrir fólki sem er enn að reyna að muna hvort snakkpokinn fari í plast- eða pappatunnuna. 20. desember 2023 07:01