Skjálfti upp á 2,9 í gærkvöldi Jarðskjálfti að stærðinni 2,9 mældist norður af Keili klukkan rúmlega 22:00 í gærkvöldi. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst á Reykjanesskaga frá því að eldgosinu við Litla-Hrút lauk formlega, þann 15. ágúst. 20.8.2023 07:15
Eldgleypar á Menningarnótt Eldgleypar skemmtu vegfarendum við Ráðhús Reykjavíkur, á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, í tilefni af Menningarnótt eins og sést á þessum myndum ljósmyndara Vísis. Einnig mátti sjá skuggalega hersingu Svarthöfða og félaga hans úr Stjörnustríði þramma Vonarstrætið. 19.8.2023 14:11
Morgunblaðið hækkað um rúmar þúsund krónur á einu ári Full áskrift að Morgunblaðinu kostar nú 9.490 krónur á mánuði en kostaði 8.880 krónur í júlí. Þetta er hækkun um 610 krónur, eða tæplega 7 prósent. 19.8.2023 12:46
Borgarstjóri spáir frábærri stemningu á Menningarnótt Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur Menningarnótt í hádeginu og spáir frábærri stemningu á hátíðinni. Hann segir mikilvægt að fjölskyldur séu saman á hátíðinni og að fólk láti koma sér á óvart. 19.8.2023 12:00
Reyndi að flýja eftir líkamsárás Lögregla hafði uppi á gerendum líkamsárásar í nótt sem tilkynnt var um í miðborg Reykjavíkur en einn þeirra reyndi að flýja vettvang. Voru þeir handteknir og fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Einn var vistaður í fangaklefa en tveimur sleppt að lokinni upplýsingatöku. 19.8.2023 08:05
Fundu allsbera manneskju í Breiðholtinu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um allsbera manneskju í Breiðholtinu í dag. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar var hún færð á spítala vegna notkunar á fíkniefnum. 17.8.2023 23:03
Haraldur Ingi tekjuhæsti Íslendingurinn Haraldur Ingi Þorleifsson er tekjuhæsti Íslendingurinn. Hann var með um 46 milljónir króna á mánuði á síðasta ári. 17.8.2023 21:32
Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. 17.8.2023 21:00
Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. 17.8.2023 18:23
Mikið þarf að gerast á undan Torfajökulsgosi Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta. 16.8.2023 21:58
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent