Verðtryggð jafngreiðslulán aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur Landsbankinn hækkaði vexti verðtryggðra íbúðalána sinna um fjórðung úr prósenti í dag. Hækkunin er nokkru minni en hinna stóru bankanna. Héðan í frá býður bankinn aðeins fyrstu kaupendum upp á verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. 23.9.2024 09:16
Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. 23.9.2024 09:01
Stjörnublaðamaður í straff vegna sambands við Kennedy Bandaríska tímaritið New York hefur sent aðalfréttaritara sinn í Washington-borg í leyfi eftir að í ljós kom að hún átti í sambandi við Robert F. Kennedy yngri, fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Blaðakonan skrifaði meðal annars um Kennedy. 20.9.2024 23:23
Í gæsluvarðhald vegna kókaínsendingar Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna kókaínsinnflutnings í póstsendingu í vikunni. Öðrum þeirra var sleppt úr haldi í dag. 20.9.2024 21:29
Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20.9.2024 21:08
Framboð Baldurs þurfti að endurgreiða styrki sem fóru yfir hámark Baldur Þórhallsson þurfti að endurgreiða félögum sem styrktu forsetaframboð hans um samtals 800.000 krónur. Eigendur félaganna töldust tengdir öðrum félögum sem styrktu framboðið og því var heildarframlag þeirra fram yfir lögbundið hámark. 20.9.2024 18:48
Áfram í varðhaldi fyrir að ræna og hóta ungmennum Tveir karlmenn um tvítugt voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þeir eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita þá ofbeldi í Hafnarfirði í ágúst. 20.9.2024 18:03
Frambjóðandi Trump lýsti sér sem „svörtum nasista“ á klámsíðu Ríkisstjóraefni Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu lýsti sjálfum sér sem „svörtum nasista“ og sagðist vilja endurvekja þrælahald á klámspjallsíðu. Hann segist ætla að halda framboði sínu til streitu þrátt fyrir uppljóstrarnirnar um ummælin. 19.9.2024 23:01
Fundu lík karlmanns í Reynisfjalli Lík af karlmanni fannst í Reynisfjalli nú í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út þar sem ekki var hægt að nálgast líkið langleiðina. Lögregla getur ekki staðfest að líkið sé af manni sem leitað hefur verið að undanfarna daga að svo stöddu. 19.9.2024 22:26
Vinnuslys töluvert tíðari á Íslandi en í Noregi Ekki hafa fleiri látist í vinnuslysum við mannvirkjagerð á Íslandi í sex ár. Vinnuslys eru sögð umtalsvert tíðari við mannvirkjagerð á Íslandi en í Noregi. 19.9.2024 20:00