Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2.7.2020 11:26
Niðurstöðu beðið um hvort Ægisif verður breytt aftur í mosku Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands íhugar nú kröfu þjóðernissinna og trúarhópa um að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, verði breytt aftur í mosku. Lögmaður tyrkneska ríkisins leggst gegn kröfunni en niðurstöðu er að vænta innan tveggja vikna. 2.7.2020 10:22
Telja sig hafa fundið berstrípaðan kjarna gasrisa Óvenjumassamikill berghnöttur sem stjörnufræðingar fundu þétt upp við móðurstjörnu sína virðist vera kjarni stórrar reikistjörnu á borð við gasrisann Júpíter. Slíkur kjarni hefur aldrei áður fundist og getur fundurinn hjálpað vísindamönnum að skilja betur innviði gasrisa. 1.7.2020 16:49
Telja dráp hægri öfgamanna á manni af afrískum uppruna ekki tengjast kynþætti Danska lögreglan telur að persónulegar deilur frekar en kynþáttur hafi legið að baki drápi á karlmanni sem átti ættir að rekja til Tansaníu. Annar tveggja bræðra sem voru handteknir vegna dauða hans er sagður stuðningsmaður hægriöfgaflokks. 1.7.2020 15:50
Fjármagnsflutningar til talibana taldir styðja ásakanir um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan hafði njósnir af umfangsmiklum fjármagnsflutningum af bankareikningi rússnesku herleyniþjónustunnar yfir á reikningi sem tengist talibönum í Afganistan. 1.7.2020 12:31
Volvo innkallar fleiri en tvær milljónir bíla vegna bílbeltagalla Sænski bílaframleiðandinn Volvo segist ætla að innkalla hátt í 2,1 milljón bifreiða um allan heim í varúðarskyni vegna mögulegs galla í bílbeltum í framsætum þeirra. Innköllunin er sú stærsta sem Volvo hefur ráðist í. 1.7.2020 11:13
Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. 1.7.2020 10:40
Nokkrir látnir í óróa eftir morð á vinsælum söngvara Forsætisráðherra Eþíópíu segir að „nokkrir“ séu látnir í mótmælum og óróa sem braust út eftir að vinsæll söngvari var myrtur í vikunni. Söngvarinn var áberandi í mótmælum gegn stjórnvöldum sem leiddu til stjórnarskipta árið 2018. 1.7.2020 10:13
Hlýnar þrefalt hraðar á suðurpólnum en meðaltalið Loftið yfir suðurpólnum hefur hlýnað um þrefalt hraðar undanfarna áratugi en jörðin að meðaltali frá 10. áratug síðustu aldar. Hlýnunin er talin geta verið afleiðing náttúrulegra sveiflna að mestu en að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi einnig lagt sitt af mörkum. 30.6.2020 16:44
Telja Trump ógn við þjóðaröryggi: Kallaði Merkel kanslara „heimska“ í símtali Símtöl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við erlenda þjóðarleiðtoga ollu fyrrverandi ráðherrum og ráðgjöfum hans áhyggjum af því að forsetinn væri sjálfur ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 30.6.2020 15:11