Telja dráp hægri öfgamanna á manni af afrískum uppruna ekki tengjast kynþætti Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 15:50 Fólk hefur skilið eftir blóm og bréf þar sem Johansen fannst deyjandi í síðustu viku. Vísir/EPA Danska lögreglan telur að persónulegar deilur frekar en kynþáttur hafi legið að baki drápi á karlmanni sem átti ættir að rekja til Tansaníu. Annar tveggja karlmanna sem voru handteknir vegna dauða hans er sagður stuðningsmaður hægriöfgaflokks. Dauði Phillips Mbuji Johansen, 28 ára gamals verkfræðinema af dönskum og tansanískum uppruna, hefur vakið mikla athygli í Danmörku. Lík hans fannst illa leikið við eldstæði í skógi í Borgundarhólmi þriðjudaginn 23. júní. Bræður á þrítugsaldri voru handteknir sama dag, grunaðir um manndráp. Þeir sitja í gæsluvarðhaldi til 22. júlí. Í ákæruskjali kemur fram að höfuðkúpa Johansen var brotin og að hann virðist hafa verið barinn ítrekað með trjábút. Þá var hann stunginn endurtekið, meðal annars í gegnum hálsinn. Merki voru um að hné hafi verið þrýst á háls hans, líkt og gerðist þegar lögreglumenn í Minneapolis í Bandaríkjunum urðu George Floyd að bana í síðasta mánuði. Miklar vangaveltur hafa verið um að kynþáttahatur hafi verið tilefni morðsins. Á samfélagsmiðlum hefur því verið haldið fram að annar bræðranna væri með hakakrosshúðflúr. Benthe Pedersen Lund, saksóknarinn í málinu, hefur neitað að staðfesta það. Danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að annar bræðranna hafi lýst yfir stuðningi við hægriöfgasinnaða Harðlínuflokkinn og hóp sem kallar sig „Hvít líf skipta máli“ á Facebook. „Hvít líf skipta máli“ skaut upp kollinum sem andsvar öfgamanna við mótmælum gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Þvertaka fyrir að kynþáttur hafi nokkuð með drápið að gera Mennirnir tveir viðurkenna að hafa barið Johansen en neita því að hafa drepið hann, að sögn New York Times. Pedersen Lund segir að rannsakað hafi verið hvort kynþáttahyggja hafi búið að baki morðinu en saksóknarar hafi ályktað að svo væri ekki. „Frá þeim mjög skýru skýringum sem við höfum fengið höfum við góða ástæðu til að telja að drápið hafi ekki verið vegna kynþáttahyggju. Við teljum að persónulegt samband hafi verið á milli þeirri grunuðu og þess sem var drepinn sem fór algerlega úrskeiðis,“ segir hún. Tobias Brandt Kræmher, sem segir AP-fréttastofunni, að hann hafi verið vinur Johansen fullyrðir að hann hafi verið í heimsókn hjá foreldrum sínum í Borgundarhólmi þegar hann fór í samkvæmi sem endaði úti í skóginum norðan við bæinn Rönne. Johansen og þeir grunuðu hafi verið vinir um langt skeið. Kynþáttur hafi ekki haft neitt með málið að gera. Brandt Kræmher hefur gengist við því að hafa rifið niður borða á aðaltorginu í Rönne sem á stóð „Engin líf skipta máli þar til svört líf skipta máli“ vegna þess að honum fannst textinn „óviðeigandi“. „Fyrir okkur hér var þetta harmleikur, ekkert meira en það,“ segir hann við AP. Danmörk Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Danska lögreglan telur að persónulegar deilur frekar en kynþáttur hafi legið að baki drápi á karlmanni sem átti ættir að rekja til Tansaníu. Annar tveggja karlmanna sem voru handteknir vegna dauða hans er sagður stuðningsmaður hægriöfgaflokks. Dauði Phillips Mbuji Johansen, 28 ára gamals verkfræðinema af dönskum og tansanískum uppruna, hefur vakið mikla athygli í Danmörku. Lík hans fannst illa leikið við eldstæði í skógi í Borgundarhólmi þriðjudaginn 23. júní. Bræður á þrítugsaldri voru handteknir sama dag, grunaðir um manndráp. Þeir sitja í gæsluvarðhaldi til 22. júlí. Í ákæruskjali kemur fram að höfuðkúpa Johansen var brotin og að hann virðist hafa verið barinn ítrekað með trjábút. Þá var hann stunginn endurtekið, meðal annars í gegnum hálsinn. Merki voru um að hné hafi verið þrýst á háls hans, líkt og gerðist þegar lögreglumenn í Minneapolis í Bandaríkjunum urðu George Floyd að bana í síðasta mánuði. Miklar vangaveltur hafa verið um að kynþáttahatur hafi verið tilefni morðsins. Á samfélagsmiðlum hefur því verið haldið fram að annar bræðranna væri með hakakrosshúðflúr. Benthe Pedersen Lund, saksóknarinn í málinu, hefur neitað að staðfesta það. Danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að annar bræðranna hafi lýst yfir stuðningi við hægriöfgasinnaða Harðlínuflokkinn og hóp sem kallar sig „Hvít líf skipta máli“ á Facebook. „Hvít líf skipta máli“ skaut upp kollinum sem andsvar öfgamanna við mótmælum gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Þvertaka fyrir að kynþáttur hafi nokkuð með drápið að gera Mennirnir tveir viðurkenna að hafa barið Johansen en neita því að hafa drepið hann, að sögn New York Times. Pedersen Lund segir að rannsakað hafi verið hvort kynþáttahyggja hafi búið að baki morðinu en saksóknarar hafi ályktað að svo væri ekki. „Frá þeim mjög skýru skýringum sem við höfum fengið höfum við góða ástæðu til að telja að drápið hafi ekki verið vegna kynþáttahyggju. Við teljum að persónulegt samband hafi verið á milli þeirri grunuðu og þess sem var drepinn sem fór algerlega úrskeiðis,“ segir hún. Tobias Brandt Kræmher, sem segir AP-fréttastofunni, að hann hafi verið vinur Johansen fullyrðir að hann hafi verið í heimsókn hjá foreldrum sínum í Borgundarhólmi þegar hann fór í samkvæmi sem endaði úti í skóginum norðan við bæinn Rönne. Johansen og þeir grunuðu hafi verið vinir um langt skeið. Kynþáttur hafi ekki haft neitt með málið að gera. Brandt Kræmher hefur gengist við því að hafa rifið niður borða á aðaltorginu í Rönne sem á stóð „Engin líf skipta máli þar til svört líf skipta máli“ vegna þess að honum fannst textinn „óviðeigandi“. „Fyrir okkur hér var þetta harmleikur, ekkert meira en það,“ segir hann við AP.
Danmörk Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira