Telja dráp hægri öfgamanna á manni af afrískum uppruna ekki tengjast kynþætti Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 15:50 Fólk hefur skilið eftir blóm og bréf þar sem Johansen fannst deyjandi í síðustu viku. Vísir/EPA Danska lögreglan telur að persónulegar deilur frekar en kynþáttur hafi legið að baki drápi á karlmanni sem átti ættir að rekja til Tansaníu. Annar tveggja karlmanna sem voru handteknir vegna dauða hans er sagður stuðningsmaður hægriöfgaflokks. Dauði Phillips Mbuji Johansen, 28 ára gamals verkfræðinema af dönskum og tansanískum uppruna, hefur vakið mikla athygli í Danmörku. Lík hans fannst illa leikið við eldstæði í skógi í Borgundarhólmi þriðjudaginn 23. júní. Bræður á þrítugsaldri voru handteknir sama dag, grunaðir um manndráp. Þeir sitja í gæsluvarðhaldi til 22. júlí. Í ákæruskjali kemur fram að höfuðkúpa Johansen var brotin og að hann virðist hafa verið barinn ítrekað með trjábút. Þá var hann stunginn endurtekið, meðal annars í gegnum hálsinn. Merki voru um að hné hafi verið þrýst á háls hans, líkt og gerðist þegar lögreglumenn í Minneapolis í Bandaríkjunum urðu George Floyd að bana í síðasta mánuði. Miklar vangaveltur hafa verið um að kynþáttahatur hafi verið tilefni morðsins. Á samfélagsmiðlum hefur því verið haldið fram að annar bræðranna væri með hakakrosshúðflúr. Benthe Pedersen Lund, saksóknarinn í málinu, hefur neitað að staðfesta það. Danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að annar bræðranna hafi lýst yfir stuðningi við hægriöfgasinnaða Harðlínuflokkinn og hóp sem kallar sig „Hvít líf skipta máli“ á Facebook. „Hvít líf skipta máli“ skaut upp kollinum sem andsvar öfgamanna við mótmælum gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Þvertaka fyrir að kynþáttur hafi nokkuð með drápið að gera Mennirnir tveir viðurkenna að hafa barið Johansen en neita því að hafa drepið hann, að sögn New York Times. Pedersen Lund segir að rannsakað hafi verið hvort kynþáttahyggja hafi búið að baki morðinu en saksóknarar hafi ályktað að svo væri ekki. „Frá þeim mjög skýru skýringum sem við höfum fengið höfum við góða ástæðu til að telja að drápið hafi ekki verið vegna kynþáttahyggju. Við teljum að persónulegt samband hafi verið á milli þeirri grunuðu og þess sem var drepinn sem fór algerlega úrskeiðis,“ segir hún. Tobias Brandt Kræmher, sem segir AP-fréttastofunni, að hann hafi verið vinur Johansen fullyrðir að hann hafi verið í heimsókn hjá foreldrum sínum í Borgundarhólmi þegar hann fór í samkvæmi sem endaði úti í skóginum norðan við bæinn Rönne. Johansen og þeir grunuðu hafi verið vinir um langt skeið. Kynþáttur hafi ekki haft neitt með málið að gera. Brandt Kræmher hefur gengist við því að hafa rifið niður borða á aðaltorginu í Rönne sem á stóð „Engin líf skipta máli þar til svört líf skipta máli“ vegna þess að honum fannst textinn „óviðeigandi“. „Fyrir okkur hér var þetta harmleikur, ekkert meira en það,“ segir hann við AP. Danmörk Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Danska lögreglan telur að persónulegar deilur frekar en kynþáttur hafi legið að baki drápi á karlmanni sem átti ættir að rekja til Tansaníu. Annar tveggja karlmanna sem voru handteknir vegna dauða hans er sagður stuðningsmaður hægriöfgaflokks. Dauði Phillips Mbuji Johansen, 28 ára gamals verkfræðinema af dönskum og tansanískum uppruna, hefur vakið mikla athygli í Danmörku. Lík hans fannst illa leikið við eldstæði í skógi í Borgundarhólmi þriðjudaginn 23. júní. Bræður á þrítugsaldri voru handteknir sama dag, grunaðir um manndráp. Þeir sitja í gæsluvarðhaldi til 22. júlí. Í ákæruskjali kemur fram að höfuðkúpa Johansen var brotin og að hann virðist hafa verið barinn ítrekað með trjábút. Þá var hann stunginn endurtekið, meðal annars í gegnum hálsinn. Merki voru um að hné hafi verið þrýst á háls hans, líkt og gerðist þegar lögreglumenn í Minneapolis í Bandaríkjunum urðu George Floyd að bana í síðasta mánuði. Miklar vangaveltur hafa verið um að kynþáttahatur hafi verið tilefni morðsins. Á samfélagsmiðlum hefur því verið haldið fram að annar bræðranna væri með hakakrosshúðflúr. Benthe Pedersen Lund, saksóknarinn í málinu, hefur neitað að staðfesta það. Danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að annar bræðranna hafi lýst yfir stuðningi við hægriöfgasinnaða Harðlínuflokkinn og hóp sem kallar sig „Hvít líf skipta máli“ á Facebook. „Hvít líf skipta máli“ skaut upp kollinum sem andsvar öfgamanna við mótmælum gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Þvertaka fyrir að kynþáttur hafi nokkuð með drápið að gera Mennirnir tveir viðurkenna að hafa barið Johansen en neita því að hafa drepið hann, að sögn New York Times. Pedersen Lund segir að rannsakað hafi verið hvort kynþáttahyggja hafi búið að baki morðinu en saksóknarar hafi ályktað að svo væri ekki. „Frá þeim mjög skýru skýringum sem við höfum fengið höfum við góða ástæðu til að telja að drápið hafi ekki verið vegna kynþáttahyggju. Við teljum að persónulegt samband hafi verið á milli þeirri grunuðu og þess sem var drepinn sem fór algerlega úrskeiðis,“ segir hún. Tobias Brandt Kræmher, sem segir AP-fréttastofunni, að hann hafi verið vinur Johansen fullyrðir að hann hafi verið í heimsókn hjá foreldrum sínum í Borgundarhólmi þegar hann fór í samkvæmi sem endaði úti í skóginum norðan við bæinn Rönne. Johansen og þeir grunuðu hafi verið vinir um langt skeið. Kynþáttur hafi ekki haft neitt með málið að gera. Brandt Kræmher hefur gengist við því að hafa rifið niður borða á aðaltorginu í Rönne sem á stóð „Engin líf skipta máli þar til svört líf skipta máli“ vegna þess að honum fannst textinn „óviðeigandi“. „Fyrir okkur hér var þetta harmleikur, ekkert meira en það,“ segir hann við AP.
Danmörk Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira