Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á kórónuveirufarladrinum og ræðum við Kára Stefánnsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir Íslendinga mun betur í stakk búna til að takast á við indverska afbrigði kórónuveirunnar en Indverjar. 13.5.2021 11:46
Birgir stefnir á efstu sætin í Reykjavík Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram í annað til þriðja sæti í prófkjöri flokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö. Hann hefur setið á Alþingi fyrir flokkinn í tæp tuttugu ár. 13.5.2021 11:21
Fimm smitaðir en allir í sóttkví Allir þeir fimm einstaklingar sem greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunna í gær voru í sóttkví. Einhver smitanna tengjast hópsýkingu í Skagafirði en öll tengjast þau fyrri smitum samkvæmt upplýsingum almannavarna. 13.5.2021 10:53
Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar. 13.5.2021 10:29
Göngumenn létust á Everest-fjalli Tveir fjallgöngumenn örmögnuðust og létust á Everest-fjalli í gær. Þetta eru fyrstu dauðsföllin á fjallinu á göngutímabilinu í vor. Metfjöldi göngumanna hefur fengið leyfi til að klífa fjallið á þessu tímabili. 13.5.2021 09:50
Húsnæði starfsmannaleigunnar „alger bráðabirgðalausn“ Eigandi starfsmannaleigu sem er ákærður fyrir að stefna lífi og heilsu starfsmanna sinna í hættu með því að hýsa þá í iðnaðarhúsnæði án tilskilinna leyfa gaf óljós svör við aðalmeðferð málsins í dag. Tók hann ekki beina afstöðu til sakarefnisins og sagði að búseturýmin í húsnæðinu hafi verið alger bráðabirgðalausn. 12.5.2021 15:36
Ahmadinejad aftur í forsetaframboð Mahmoud Ahmadinejad, fyrrverandi forseti Írans, hefur skráð sig í framboð að nýju fyrir forsetakosningar sem fara fram í júní. Í forsetatíð sinni var Ahmadinejad þekktur sem harðlínumaður en hefur undanfarið reynt að hasla sér völl sem miðjumaður og verið gagnrýninn á klerkastjórnina. 12.5.2021 11:18
Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12.5.2021 09:42
Hildur stefnir ofarlega á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Hildur Sverrisdóttir, 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, ætlar að bjóða sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í júní. Auk þess að vera varaþingmaður starfar Hildur sem aðstoðarmaður Þórdís Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra. 12.5.2021 09:06
Sjálfstæðismenn halda prófkjör í Suðvesturkjördæmi Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi ákvað að haldið yrði prófkjör þar fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Mikill einhugur er sagður hafa verið um tillögu kjörnefndar þess efnis. 12.5.2021 08:49