Morgunblaðið greinir frá framboði Birgis í dag og vísar í tilkynningu frá honum. Í henni segist hann sækjast eftir því að vera áfram í framlínusveit Sjálfstæðisflokksins. Birgir var fyrst kosinn á þing fyrir flokkinn árið 2003 og hefur verið formaður þingflokksins frá því í byrjun árs 2017.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö fyrir Alþingiskosningarnar í haust fer fram dagana 4.-5. júní.