Natan Dagur komst ekki í lokaúrslitin Þátttöku íslenska söngvarans Natans Dags Benediktssonar í norsku útgáfu hæfileikakeppninnar The Voice lauk í kvöld. Hann var einn fjögurra keppenda í lokaþættinum en hann komst ekki áfram í lokaúrslitin. 28.5.2021 19:37
Björgunarsveitir til aðstoðar vegna fjúkandi lausamuna Beiðnum um aðstoð vegna hvassviðris á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað undir kvöldið. Langflest útköllin eru sögð vegna fjúkandi lausamuna og klæðninga. 28.5.2021 19:18
Ársfangelsi fyrir að koma ekki konu með eitrun til bjargar Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir Kristjáni Markúsi Sívarssyni fyrir að hafa ekki komið barnsmóður sinni sem lést vegna alvarlegrar kókaíneitrunar undir læknishendur úr þremur mánuðum í tólf í dag. Almenn hegningarlög kveða á um skyldu til athafna við lífsháska. 28.5.2021 18:59
Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28.5.2021 18:20
Kanna hvort úkraínskir embættismenn hafi reynt að hjálpa Trump Alríkissaksóknarar í New York rannsaka nú hvort að hópur úkraínskra núverandi og fyrrverandi embættismanna hafi reynt að hafa áhrifa á bandarísku forsetakosningarnar í nóvember. Þeir kunni að hafa dreift misvísandi upplýsingum um Joe Biden til að hjálpa Donald Trump að landa sigri. 27.5.2021 23:44
Kona alvarlega slösuð eftir slysið á Vesturlandsvegi Tvær konur og einn karlmaður slösuðust í árekstri pallbíls og fólksbíl undir brú yfir Vesturlandsveg við Leirvogstungu í Mosfellsbæ í kvöld. Önnur konan er sögð alvarlega slösuð en líklega ekki í lífshættu. 27.5.2021 23:00
Fimm ára fangelsisdómur yfir Gunnari Jóhanni stendur Hæstiréttur Noregs vísaði frá áfrýjun saksóknara á dómi yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni vegna drápsins á Gísla Þór Þórarinssyni hálfbróður hans í bænum Mehamn árið 2019. Það þýðir að fimm ára fangelsisdómur sem Gunnar hlaut stendur óraskaður. 27.5.2021 22:41
Rússar hafna flugáætlunum sem sneiða hjá Hvíta-Rússlandi Tveimur evrópskum farþegaþotum var synjað um leyfi til að fljúga til Rússlands í dag eftir að þarlend yfirvöld höfnuðu flugáætlunum þeirra sem sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Sum flugfélög forðast nú hvítrússneska lofthelgi til að mótmæla því þegar stjórnvöld þar neyddu þotu Ryanair til að lenda í Minsk til að þau gætu handtekið blaðamann og kærustu hans. 27.5.2021 22:16
Tvær bifreiðar lentu framan á hvor annarri á Vesturlandsvegi Alvarlegt umferðarslys varð þegar tvær bifreiðar höfnuðu framan á hvor annarri á Vesturlandsvegi skammt norðan við Köldukvísl skömmu eftir klukkan 19:00 í kvöld. 27.5.2021 19:56
Johnson vísar ásökunum fyrrum ráðgjafa síns á bug Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands, segir ekkert hægt í ásökunum sem fyrrverandi aðalráðgjafi hans setti fram í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær. Þar hélt ráðgjafinn því meðal annars fram að tugir þúsunda manna hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum að óþörfu fyrir mistök Johnson. 27.5.2021 19:38