Kanna hvort úkraínskir embættismenn hafi reynt að hjálpa Trump Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 23:44 Úkraínumennirnir eru meðal annars taldir hafa komið misvísandi upplýsingum um Joe Biden í hendur Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump. Vísir/EPA Alríkissaksóknarar í New York rannsaka nú hvort að hópur úkraínskra núverandi og fyrrverandi embættismanna hafi reynt að hafa áhrifa á bandarísku forsetakosningarnar í nóvember. Þeir kunni að hafa dreift misvísandi upplýsingum um Joe Biden til að hjálpa Donald Trump að landa sigri. New York Times segir að sakamálarannsóknin hafi verið sett á laggirnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Trump og beinist meðal annars að því hvort að Úkraínumennirnir hafi notfært sér Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Trump, til að koma höggi á Biden með misvísandi upplýsingum. Rannsóknin er sögð ótengd annarri rannsókn saksóknara í New York á Giuliani sem áður hefur verið greint frá í fjölmiðlum og að Giuliani sé ekki viðfangsefni hennar. Á meðal þeirra sem rannsóknin er sögð beinast að er Andrij Derkatsj, úkraínskur þingmaður sem er talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Hann er talinn hafa haft alla anga úti til þess að dreifa misvísandi og órökstuddum ásökunum á hendur Biden, þar á meðal í gegnum bandaríska fjölmiðla, samfélagsmiðla og áhrifafólk vestanhafs. Giuliani hitti Derkatsj í ferð til Evrópu í desember árið 2019 sem var liður í herferð hans og Trump til að finna skaðlegar upplýsingar um Biden og son hans Hunter. Þær umleitanir Trump og Giuliani leiddu á endanum til þess að Bandaríkjaþing kærði forsetann fyrir embættisbrot árið 2019. Á meðan kæruferlið í Bandaríkjaþingi stóð yfir varaði bandaríska leyniþjónustan Trump við því að Derkatsj reyndi að notfæra sér Giuliani til þess að dreifa rógburði. Giuliani hefur neitað því að hafa fengið slíka viðvörun frá leyniþjónustunni. Hömpuðu upplýsingum Derkatsj þrátt fyrir refsiaðgerðir Fjármálaráðuneyti Trump beitti Derkatsj síðar refsiaðgerðum fyrir kosningaafskipti og sakaði hann um að vera handbendi rússneskra stjórnvalda og dreifa stoðlausum upplýsingum.Það kom þó ekki í veg fyrir að Trump og Giuliani hömpuðu upplýsingum sem Derkatsj birti og áttu að skaða Biden í aðdraganda forsetakosninga. Aukinn kraftur virðist hafa færst í rannsókn saksóknaranna sem beinist að Giuliani sjálfum en fulltrúar alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofum hans í síðasta mánuði. Sú rannsókn er sögð snúast um hvort að Giuliani hafi á laun gengið erinda úkraínskra embættismanna sem vildu losna við bandaríska sendiherrann í Kænugarði. Giuliani gróf undan sendiherranum við Trump sem lét kalla hann skyndilega heim í maí árið 2019. Bandarísk alríkislög kveða á um að þeir sem tala máli erlendra fulltrúa við Bandaríkjastjórn verði að skrá þau störf sín opinberlega en það gerði Giuliani aldrei. Ekki er ljóst hvort að Úkraínumennirnir sem eru til rannsóknar verði nokkru sinni ákærðir enda gæti reynst erfitt að fá þá framselda. Þeir gætu þó verið ákærðir á grundvelli laganna um skráningu málafylgjumanna erlendra ríkja, að sögn bandaríska blaðsins. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Úkraína Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Rannsaka atlögu Giuliani að sendiherranum í Kænugarði Bandarísk alríkisyfirvöld rannsaka nú hlut Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í því að ryðja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr vegi árið 2019. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Giuliani vegna rannsóknarinnar í vikunni. 30. apríl 2021 22:15 Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32 Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
New York Times segir að sakamálarannsóknin hafi verið sett á laggirnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Trump og beinist meðal annars að því hvort að Úkraínumennirnir hafi notfært sér Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Trump, til að koma höggi á Biden með misvísandi upplýsingum. Rannsóknin er sögð ótengd annarri rannsókn saksóknara í New York á Giuliani sem áður hefur verið greint frá í fjölmiðlum og að Giuliani sé ekki viðfangsefni hennar. Á meðal þeirra sem rannsóknin er sögð beinast að er Andrij Derkatsj, úkraínskur þingmaður sem er talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Hann er talinn hafa haft alla anga úti til þess að dreifa misvísandi og órökstuddum ásökunum á hendur Biden, þar á meðal í gegnum bandaríska fjölmiðla, samfélagsmiðla og áhrifafólk vestanhafs. Giuliani hitti Derkatsj í ferð til Evrópu í desember árið 2019 sem var liður í herferð hans og Trump til að finna skaðlegar upplýsingar um Biden og son hans Hunter. Þær umleitanir Trump og Giuliani leiddu á endanum til þess að Bandaríkjaþing kærði forsetann fyrir embættisbrot árið 2019. Á meðan kæruferlið í Bandaríkjaþingi stóð yfir varaði bandaríska leyniþjónustan Trump við því að Derkatsj reyndi að notfæra sér Giuliani til þess að dreifa rógburði. Giuliani hefur neitað því að hafa fengið slíka viðvörun frá leyniþjónustunni. Hömpuðu upplýsingum Derkatsj þrátt fyrir refsiaðgerðir Fjármálaráðuneyti Trump beitti Derkatsj síðar refsiaðgerðum fyrir kosningaafskipti og sakaði hann um að vera handbendi rússneskra stjórnvalda og dreifa stoðlausum upplýsingum.Það kom þó ekki í veg fyrir að Trump og Giuliani hömpuðu upplýsingum sem Derkatsj birti og áttu að skaða Biden í aðdraganda forsetakosninga. Aukinn kraftur virðist hafa færst í rannsókn saksóknaranna sem beinist að Giuliani sjálfum en fulltrúar alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofum hans í síðasta mánuði. Sú rannsókn er sögð snúast um hvort að Giuliani hafi á laun gengið erinda úkraínskra embættismanna sem vildu losna við bandaríska sendiherrann í Kænugarði. Giuliani gróf undan sendiherranum við Trump sem lét kalla hann skyndilega heim í maí árið 2019. Bandarísk alríkislög kveða á um að þeir sem tala máli erlendra fulltrúa við Bandaríkjastjórn verði að skrá þau störf sín opinberlega en það gerði Giuliani aldrei. Ekki er ljóst hvort að Úkraínumennirnir sem eru til rannsóknar verði nokkru sinni ákærðir enda gæti reynst erfitt að fá þá framselda. Þeir gætu þó verið ákærðir á grundvelli laganna um skráningu málafylgjumanna erlendra ríkja, að sögn bandaríska blaðsins.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Úkraína Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Rannsaka atlögu Giuliani að sendiherranum í Kænugarði Bandarísk alríkisyfirvöld rannsaka nú hlut Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í því að ryðja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr vegi árið 2019. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Giuliani vegna rannsóknarinnar í vikunni. 30. apríl 2021 22:15 Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32 Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Rannsaka atlögu Giuliani að sendiherranum í Kænugarði Bandarísk alríkisyfirvöld rannsaka nú hlut Rudys Giuliani, persónulegs lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í því að ryðja sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu úr vegi árið 2019. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Giuliani vegna rannsóknarinnar í vikunni. 30. apríl 2021 22:15
Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32
Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25
Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent