Tyrkir segjast hafa handsamað frænda Gulen í Kenía Útsendarar tyrkneskar stjórnvalda eru sagðir hafa handsamað frænda Fetuhallahs Gulen, klerksins sem þau kenna um blóðuga valdaránstilraun árið 2016, í Kenía. Frændinn hafi verið fluttur til Tyrklands þar sem hann bíða réttarhöld. 31.5.2021 13:31
Rússar ætla að senda „óþægileg merki“ fyrir fund Pútín og Biden Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands segir að stjórnvöld í Kreml ætli sér að senda Bandaríkjastjórn „óþægileg merki“ í aðdraganda fundar Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, í næsta mánuði. Rússar ætla að styrkja herlið sitt á vesturlandamærum sínum. 31.5.2021 12:41
Létu sig hverfa úr þingsal til að stöðva takmarkanir á kosningarétti Demókratar á ríkisþingi Texas í gripu til þess ráðs að ganga út úr þingsal til þess að koma í veg fyrir að repúblikanar gætu samþykkt einar umfangsmestu takmarkanir á kosningarétti í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Joe Biden forseti hefur lýst frumvarpi repúblikana sem „árás á lýðræðið“. 31.5.2021 11:18
Biden leggur til mestu ríkisútgjöld frá því í seinna stríði Útgjöld bandaríska ríkissjóðsins verða þau hæstu frá því í síðari heimsstyrjöldinni verði Bandaríkjaþing við tillögu Joe Biden forseta að fjárlögum næsta árs sem hann lagði fram í dag. Hluti þeirra sex biljóna dollara sem Biden vill að alríkisstjórnin eyði á að fjármagna meiriháttar innviðauppbyggingu og öflugra velferðarkerfi. 28.5.2021 23:50
Rúrik dansaði sig til sigurs í Þýskalandi Fyrrverandi landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rúrik Gíslason, sigraði í þýska dansþættinum Let's Dance í kvöld. Rúrik tók við verðlaunagripnum klæddur eins og ofurhetjan Þór úr Marvel-teiknimyndasagnaheiminum. 28.5.2021 23:00
Björguðu hrossum sem urðu strandaglópar í Þjórsá Björgunarsveitarfólki úr uppsveitum Árnessýslu tókst að koma stóði hrossa sem urðu strandaglópar á sandeyri í miðri Þjórsá á þurrt land í kvöld. 28.5.2021 22:16
Leiðin greið fyrir frambjóðanda íranska æðstaklerksins Allir þeir frambjóðendur sem hefðu mögulega getað velgt forsetaefni Ali Khamenei æðstaklerks Írans, undir uggum hafa verið úrskurðaðir vanhæfir fyrir forsetakosningarnar í júní. Fyrrverandi forseti landsins er á meðal þeirra sem sérstök kjörnefnd taldi ekki hæfan til að bjóða sig fram til embættisins. 28.5.2021 21:55
Trampolín og hjólhýsi valda tjóni Mikið hefur verið um að trampolín fjúki og valdi tjóni í hvassviðrinu sem gerir nú á suðvesturhorni landsins. Þá hafa verið nokkuð um að hjólhýsi fjúki úr stað og valdi tjóni. 28.5.2021 21:07
Natan Dagur komst ekki í lokaúrslitin Þátttöku íslenska söngvarans Natans Dags Benediktssonar í norsku útgáfu hæfileikakeppninnar The Voice lauk í kvöld. Hann var einn fjögurra keppenda í lokaþættinum en hann komst ekki áfram í lokaúrslitin. 28.5.2021 19:37
Björgunarsveitir til aðstoðar vegna fjúkandi lausamuna Beiðnum um aðstoð vegna hvassviðris á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað undir kvöldið. Langflest útköllin eru sögð vegna fjúkandi lausamuna og klæðninga. 28.5.2021 19:18