Telja líkur á mannslátum vegna undirmönnunar Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. 5.6.2021 09:52
Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands. 5.6.2021 09:09
Torfajökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum. 5.6.2021 08:30
Rigning, hvasst og slæmt skyggni á gossvæðinu í dag Ekki viðrar vel fyrir gönguferðir að gossvæðinu á Reykjanesi í dag. Spáð er suðaustan 10-18 metrum á sekúndu með rigningu og slæmu skyggni. Á Norðurlandi gæti hitinn náð allt að tuttugu stigum um helgina. 5.6.2021 08:25
Telur umræðuna um Samherja smita út frá sér Neikvæð umræða um stórútgerðina Samherja smitar út frá sér og hefur áhrif á tiltrú almennings á sjávarútveginn í heild sinni, að mati Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra. Hann telur Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum. 5.6.2021 08:08
Átti að vera í sóttkví en veittist að lögreglumönnum Lögreglumaður þurfti að fara á slysadeild vegna minniháttar meiðsla sem hann hlaut þegar einstaklingur sem átti að dvelja í sóttvarnahúsi veittist að lögreglumönnum sem voru kallaðir til að flytja hann þangað. 5.6.2021 07:18
Skemmtanaglaðir hegðuðu sér vel Nokkuð fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt nú þegar slakað hefur verið á sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi að meira eða minna leyti í meira en ár. Þrátt fyrir það segir lögregla að allt hafi gengið vel fyrir sig. 5.6.2021 07:07
Styrkja ekki þingmenn sem studdu árásina á þinghúsið Bandaríska fjármálafyrirtækið JPMorgan hefur ákveðið að gefa ekki fé í kosningasjóði repúblikana sem studdu árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Fyrirtækið ætlar hins vegar að byrja að styrkja stjórnmálamenn aftur eftir stutt hlé. 4.6.2021 16:30
Stjórnmálamenn ekki lengur undanþegnir banni við hatursorðræðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook ætlar ekki lengur að líta fram hjá því ef stjórnmálamenn brjóta skilmála miðilsins sem banna hatursorðræðu. Fyrirtækið ætlar þó áfram að gera undantekningu ef ummæli stjórnmálamannanna þykja sérstaklega fréttnæm. 4.6.2021 15:43
Skoða að fjölga frambjóðendum fyrir forsetakosningarnar í Íran Sérstök kjörnefnd sem fer yfir hæfi forsetaframbjóðenda í Íran segist ætla að endurskoða ákvörðun sína um að hafna nokkrum þekktum frambjóðendum. Rouhani forseti er á meðal þeirra sem hafa mótmælt fákeppni í frambjóðendahópnum. 4.6.2021 14:24