Telur umræðuna um Samherja smita út frá sér Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2021 08:08 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, tjáir sig um mál Samherja í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Vísir/Vilhelm Neikvæð umræða um stórútgerðina Samherja smitar út frá sér og hefur áhrif á tiltrú almennings á sjávarútveginn í heild sinni, að mati Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra. Hann telur Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum. Meintar mútugreiðslur Samherja til þess að komast yfir kvóta í Namibíu og harðar árásir fyrirtækisins á fréttamenn RÚV sem hafa fjallað um málið hafa verið ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu. Í viðtali við sérblað Morgunblaðsins vegna sjómannadagsins segir Kristján Þór að sér þyki vont hvernig umræðan um Samherja smiti út frá sér og hafi áhrif á heila atvinnugrein. „Hún veikir tiltrú fólks til sjávarútvegsins sem er mjög slæmt,“ segir sjávarútvegsráðherra um stöðu Samherja. Þegar Namibíumál Samherja komu upp segist Kristján Þór strax hafa sagt að forsvarsmenn fyrirtækisins þyrftu að ganga fram fyrir skjöldu og gera hreint fyrir sínum dyrum. „Ég held að flestir sem fylgjast með þessari umræðu geti verið sammála um að það hafi fyrirtækinu ekki tekist enn þann dag í dag,“ segir Kristján Þór sem telur dapurlegt að horfa upp á stöðu Samherja nú. Segist ekkert þekkja til Namibíumála Kristján Þór hefur sætt harðri gagnrýni á undanförnum mánuðum vegna náinna tengsla sinna við stjórnendur Samherja. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans sem ráðherra vegna þess. Meðal annars hefur komið fram að Kristján Þór var viðstaddur þegar forsvarsmenn Samherja funduðu með þremur namibískum ráðamönnum árið 2014. Þá var Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagður hafa talað um Kristján Þór sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni. Kristján Þór, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi verið samsamaður viðbrögðum Samherja við uppljóstrunum um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. „Í pólitík er ekkert spurt um hvort það sé sanngjarnt eða ekki en ég hef frá fyrsta degi lagt mig fram um að svara þeim spurningum sem að mér hefur verið beint. Þau svör hafa meira snert fyrri aðkomu mína að fyrirtækinu, þá helst þá staðreynd að ég sat þarna í stjórn fyrir rúmlega tveimur áratugum, en ekki þær ásakanir sem hafa komið fram á hendur fyrirtækinu enda þekki ég þau mál ekki neitt,“ segir hann. Í mars tilkynnti Kristján Þór að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningunum í haust. Hann hefur um hríð mælst langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24 Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24 Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. 5. mars 2021 19:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Meintar mútugreiðslur Samherja til þess að komast yfir kvóta í Namibíu og harðar árásir fyrirtækisins á fréttamenn RÚV sem hafa fjallað um málið hafa verið ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu. Í viðtali við sérblað Morgunblaðsins vegna sjómannadagsins segir Kristján Þór að sér þyki vont hvernig umræðan um Samherja smiti út frá sér og hafi áhrif á heila atvinnugrein. „Hún veikir tiltrú fólks til sjávarútvegsins sem er mjög slæmt,“ segir sjávarútvegsráðherra um stöðu Samherja. Þegar Namibíumál Samherja komu upp segist Kristján Þór strax hafa sagt að forsvarsmenn fyrirtækisins þyrftu að ganga fram fyrir skjöldu og gera hreint fyrir sínum dyrum. „Ég held að flestir sem fylgjast með þessari umræðu geti verið sammála um að það hafi fyrirtækinu ekki tekist enn þann dag í dag,“ segir Kristján Þór sem telur dapurlegt að horfa upp á stöðu Samherja nú. Segist ekkert þekkja til Namibíumála Kristján Þór hefur sætt harðri gagnrýni á undanförnum mánuðum vegna náinna tengsla sinna við stjórnendur Samherja. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf meðal annars frumkvæðisathugun á hæfi hans sem ráðherra vegna þess. Meðal annars hefur komið fram að Kristján Þór var viðstaddur þegar forsvarsmenn Samherja funduðu með þremur namibískum ráðamönnum árið 2014. Þá var Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagður hafa talað um Kristján Þór sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni. Kristján Þór, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi verið samsamaður viðbrögðum Samherja við uppljóstrunum um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. „Í pólitík er ekkert spurt um hvort það sé sanngjarnt eða ekki en ég hef frá fyrsta degi lagt mig fram um að svara þeim spurningum sem að mér hefur verið beint. Þau svör hafa meira snert fyrri aðkomu mína að fyrirtækinu, þá helst þá staðreynd að ég sat þarna í stjórn fyrir rúmlega tveimur áratugum, en ekki þær ásakanir sem hafa komið fram á hendur fyrirtækinu enda þekki ég þau mál ekki neitt,“ segir hann. Í mars tilkynnti Kristján Þór að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningunum í haust. Hann hefur um hríð mælst langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar.
Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24 Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24 Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. 5. mars 2021 19:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. 28. maí 2021 16:24
Kristján Þór ekki í framboð aftur Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í Alþingiskosningum sem fara fram í haust. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. 13. mars 2021 07:24
Kristján Þór lang óvinsælasti ráðherrann Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er lang óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun. Einungis níu prósent segjast ánægð með störf hans. 5. mars 2021 19:00