Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Frestaði aðalmeðferð í máli Zuism fram í febrúar

Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði aðalmeðferð í máli á hendur forsvarsmönnum trúfélagsins Zuism fram í febrúar í dag. Tveir bræður sem stýrðu félaginu eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti.

Væri eyðumerkurheimur „Dune“ raunverulega lífvænlegur?

Lífsbaráttan er hörð á eyðimerkurhnettinum Arrakis sem er sögusvið stórmyndarinnar „Dune“. Fólk þarf sérstaka búninga til að lifa af þrúgandi hitann sem eirir engu. Þrátt fyrir að bókin sem myndin byggir á hafi verið skrifuð fyrir tæpri hálfri öld hafa loftslagsfræðingar komist að öfgakennt loftslag Arrakis sé nokkuð raunsætt.

Hvað er COP26?

Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi.

Olíurisar sakaðir um lygar líkt og tóbaksforstjórarnir

Forsvarsmenn stærstu olíufyrirtækja Bandaríkjanna neituðu því að fyrirtæki þeirra dreifðu upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar þegar þeir báru eiðsvarnir vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Þingmenn sökuðu þá um að ljúga líkt og forstjórar tóbaksfyrirtækja lugu um skaðsemi reykinga á sínum tíma.

Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar

Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál.

Rannsóknir samhljóða um ábyrgð manna á hlýnun

Yfir 99,9% allra ritrýndra loftslagsvísindarannsókna sem hafa verið birtar frá 2012 telja menn ábyrga fyrir hnattrænni hlýnun sem á sér stað á jörðinni. Það er enn hærra hlutfall en í þekktri rannsókn sem vitnað hefur verið til um vísindalega vissu fyrir orsökum loftslagsbreytinga.

Sjá meira