Fundu fjölda ganga undir ævafornu hofi í Andesfjöllum Hópur fornleifafræðinga fann net ganga undir Chavín de Huantar-hofinu í Andesfjöllunum í Perú. Hofið sjálft er talið meira en þrjú þúsund ára gamalt en gangarnir enn eldri. 31.5.2022 10:32
Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31.5.2022 09:30
Kynna nýjan meirihluta í Grindavík Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn hafa myndað nýjan meirihluta í Grindavík. Bæjarfulltrúar framboðanna undirrituðu málefnasamning um verkefni og samstarf í dag. 29.5.2022 16:28
Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29.5.2022 15:42
Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29.5.2022 13:56
Gullpálminn fyrir ádeilu með löngu æluatriði Kvikmyndin „Þríhyrningur depurðarinnar“ eftir sænska leikstjórann Ruben Östlund hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. Henni er lýst sem meinhæðinni samfélagsádeilu með langdregnu æluatriði. 29.5.2022 11:24
Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29.5.2022 10:38
Tugir fórust í troðingi á kirkjumarkaði í Nígeríu Þrjátíu og einn maður lést í miklum troðningi á góðgerðamarkaði kirkju í sunnanverðri Nígeríu í dag. Markaðurinn átti að færa bágstöddum von. 28.5.2022 16:55
Slasaðist illa í nágrenni gosstöðvanna Björgunarsveitarfólk frá Grindavík aðstoðaði ferðamann sem slasaðist illa á fæti í nágrenni gosstöðvanna á Reykjanesi í dag. Mikið breyttur björgunarsveitarbíll var sendur á vettvang til að flytja hann niður á bílastæði í Leirdal. 28.5.2022 15:45
Þyrlan sótti göngumann sem rann í skriðum við Stafsnes Björgunarsveitir í Vestmannaeyjum og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna göngumanns sem slasaðist þegar hann hrasaði í skriðu fyrir ofan Stafsnes í Eyjum í hádeginu. Þyrlan sótti manninn. 28.5.2022 13:22