Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. 11.5.2023 22:24
Musk segist hafa fundið konu til að stýra Twitter Kona tekur við sem forstjóri samfélagsmiðilsins Twitter ef eitthvað er að marka Elon Musk, eiganda og starfandi forstjóra miðilsins. Hann segist sjálfur ætla að halda áfram sem starfandi stjórnarformaður og tæknistjóri Twitter. 11.5.2023 21:02
Afleiðingar þess að gera ekki eins og Sólveig Anna vill Formaður Starfsgreinasambandsins segir úrsögn Eflingar afleiðingu þess að fólk geri ekki það sem Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill. Litlu hafi munað að tillaga stjórnar um úrsögn hafi verið felld vegna dræmrar þátttöku. 11.5.2023 18:54
Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslu Eflingar afurð skylduaðildar Fjármálaráðherra segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslu Eflingar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu ágætt dæmi um hve laus tengsl stéttarfélaga séu við félagsmenn sína þar sem þeir njóta ekki frelsis til þess að standa utan félaga. 11.5.2023 18:03
Alþingi samþykkti ríkisborgararétt Pussy Riot-liða Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með því að átján útlendingar fengju íslenskan ríkisborgararétt í dag. Í hópnum eru tvær liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot sem flúðu kúgun í heimalandinu í fyrra. 10.5.2023 23:36
Hátt í fimmtíu milljóna króna forstjóraskipti Starfslok Helga S. Gunnarssonar sem forstjóra fasteignafélagsins Regins hf. kostuðu fyrirtækið 48 milljónir króna. Leigutekjur félagsins jukust um sextán prósent á fyrsta fjórðungi ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. 10.5.2023 22:37
Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10.5.2023 21:53
Slasaðist þegar hann féll niður bratta við Hvítserk Ferðamaður slasaðist nokkuð þegar hann féll niður bratta brekku niður í fjöru við Hvítserk í dag. Maðurinn var með meðvitund þegar björgunarfólk kom á staðinn. Til stóð að flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík. 10.5.2023 20:06
Þriðji framkvæmdastjóri Siðmenntar á rétt rúmu ári Lífsskoðunarfélagið Siðmennt réði Eyjólf Örn Snjólfsson í stöðu framkvæmdastjóra. Eyjólfur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Hann er þriðji framkvæmdastjóri félagsins á rétt rúmu ári. 10.5.2023 19:54
Vilja banna útivinnu í skæðum hitabylgjum Ríkisstjórn Spánar hyggst banna ákveðna vinnu utandyra í skæðum hitabylgjum. Bannið á að gilda þegar ríkisveðurstofan gefur út gular eða rauðar viðvaranir vegna hita. Dæmi eru um að götusóparar og sorptæknar láti lífi af völdum hitaslags í miklum hita. 10.5.2023 18:46