Hundrað milljóna árshátíð Landsvirkjunar minni á „brjálæðið“ fyrir hrun Árshátíð Landsvirkjunar á Egilsstöðum um helgina, sem er sögð hafa kostað um hundrað milljónir króna, var til umfjöllunar á Alþingi í dag. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi þennan kostnað harðlega og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagðist ekki geta annað en að taka undir orð Ingu. 15.4.2024 17:38
Dómari þarf ekki að víkja vegna fjölskyldutengsla í máli feðga Landsréttardómari þarf ekki að víkja sæti í máli sem þrotabú Karls Wernerssonar höfðaði á hendur Jóni Hilmari Karlssyni, sem er sonur Karls. Hæstiréttur hefur fellt dóm þess efnis, þar sem úrskurður Landsréttar í málinu var staðfestur. 15.4.2024 14:34
Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15.4.2024 10:47
Hrókering hjá ráðuneytisstjórum Ráðuneytisstjórar forsætisráðuneytisins og matvælaráðuneytisins munu skipta um embætti. 15.4.2024 10:09
Íslendingur flýr réttvísina í Kanada Íslendingur sem er grunaður um brot er varða barnaníðsefni í kanadísku borginni Abbotsford er ekki talinn búa lengur í borginni. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur honum. 14.4.2024 09:01
Hæstiréttur skoðar ekki ellefu ára gamalt slys í Sinfó Hæstiréttur mun ekki taka fyrir skaðabótamál sem sviðsmaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands höfðaði gegn hljómsveitinni og tónlistarhúsinu Hörpu vegna vinnuslyss. 12.4.2024 14:40
Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Gangandi vegfarandi lést eftir umferðarslys á Akureyri í ágúst 2022. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur birt skýrslu um atvikið, en þar segir að megin ástæða slyssins hafi verið sú að ökumaðurinn hafi ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda, sem átti forgang. Þó er tekið fram að orsakir slyssins hafi verið fleiri, og að mögulega væri bíllinn sem ekið var á manninn þannig hannaður að illa hafi mátt sjá vegfarandann. 12.4.2024 13:27
Spá því að verðbólga hjaðni Ársverðbólga mun hjaðna á ný í apríl og á næstu fjórðungum eftir nokkuð óvænta hækkun síðasta mánaðar, þessu spáir Íslandsbanki í verðbólguspá sinni 12.4.2024 11:27
Réttarhöldin sem skóku Bandaríkin Greint var frá andláti sakbornings eins eftirminnilegasta dómsmáls bandarískrar réttarsögu í gær. Orenthal James Simpson, betur þekktur sem OJ Simpson, lést 76 ára gamall í faðmi fjölskyldu sinnar. Banamein OJ var krabbamein sem hann hafði glímt við í nokkur ár. 12.4.2024 08:01
Varhugavert að saka fólk um glæp sem hafi unnið í góðri trú Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir óskynsamlegan kost fyrir fjármálaráðherra að rifta samningi Landsbankans um kaup á TM, þó hann sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín áfjármálamarkaði með kaupunum. Slíkt þyrfti að gera eftir að lagaleg atriði riftunar samningsins yrðu skoðuð gaumgæfilega. 11.4.2024 12:25