Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Jón Þór Stefánsson skrifar 15. janúar 2025 16:40 Kristín Edwald er formaður Landskjörstjórnar. Vísir/Vilhelm Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. Þetta kemur fram í umsögn Landskjörstjórnar um Alþingskosningarnar sem fóru fram 30. nóvember síðastliðinn. Þar tekur Landskjörstjórn undir ákveðin atriði í kærunum tveimur og gerir að auki athugasemdir við málsmeðferð yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis „Umsýsla við atkvæðagreiðsluna er umfangsmikil og þar sem framkvæmdin er viðkvæm fyrir utanaðkomandi þáttum, sérstaklega varðandi flutning eða sendingar atkvæðisbréfa til meðferðar og eftir atvikum til talningar, er hætta fyrir hendi á að atkvæði misfarist eða verði ekki tekin til greina af ástæðum sem ekki eru á ábyrgð kjósandans sjálfs. Að mati landskjörstjórnar eru ýmis tækifæri í framþróun kosningaframkvæmdar, einkum á sviði utankjörfundaratkvæðagreiðslu, og er stafræn þróun þar ekki undanskilin.“ Í niðurstöðukafla umsagnar Landskjörstjórnar segir að vissulega sé ekki endilega æskilegt að breyta kosningalögum oft og skammt fyrir kosningar, en þar sem næstu fyrirhuguðu kosningar verði í maí 2026 sé æskilegt að nýta tímann til að skoða mögulegar breytingar. „Það hafa komið upp ýmis tilvik og dæmi um nauðsyn þess að yfirfara og samræma ýmis ákvæði í lögunum, með tilliti til ferla, hlutverka og ábyrgðar, með það að leiðarljósi að treysta örugga og skilvirka kosningaframkvæmd,“ segir í umsögninni. Þó segir að almennt hafi framkvæmd Alþingiskosninganna gengið vel þegar á heildina sé litið. Tímaáætlanir hafi staðist að mestu leyti þrátt fyrir hríðarbyl og óveður víðs vegar um landið. Kjörstjórnin þakkar samvinnu fjölmarra einstaklinga, samtaka og stofnanna að því leyti. Þessari umsögn var skilað til níu manna undirbúningsnefndar Alþingis í dag. Nefndin hefur víðtæka heimild til að rannsaka álítaefni og getur farið fram á endurtalnignu. Landskjörstjórn hittir undirbúningsnefnd Alþingis á föstudag. Í umsögninni eru líka tekin fyrir ágreiningsseðlar úr þremur kjördæmum, og tvær kærur sem bárust vegna kosninganna. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Landskjörstjórnar um Alþingskosningarnar sem fóru fram 30. nóvember síðastliðinn. Þar tekur Landskjörstjórn undir ákveðin atriði í kærunum tveimur og gerir að auki athugasemdir við málsmeðferð yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis „Umsýsla við atkvæðagreiðsluna er umfangsmikil og þar sem framkvæmdin er viðkvæm fyrir utanaðkomandi þáttum, sérstaklega varðandi flutning eða sendingar atkvæðisbréfa til meðferðar og eftir atvikum til talningar, er hætta fyrir hendi á að atkvæði misfarist eða verði ekki tekin til greina af ástæðum sem ekki eru á ábyrgð kjósandans sjálfs. Að mati landskjörstjórnar eru ýmis tækifæri í framþróun kosningaframkvæmdar, einkum á sviði utankjörfundaratkvæðagreiðslu, og er stafræn þróun þar ekki undanskilin.“ Í niðurstöðukafla umsagnar Landskjörstjórnar segir að vissulega sé ekki endilega æskilegt að breyta kosningalögum oft og skammt fyrir kosningar, en þar sem næstu fyrirhuguðu kosningar verði í maí 2026 sé æskilegt að nýta tímann til að skoða mögulegar breytingar. „Það hafa komið upp ýmis tilvik og dæmi um nauðsyn þess að yfirfara og samræma ýmis ákvæði í lögunum, með tilliti til ferla, hlutverka og ábyrgðar, með það að leiðarljósi að treysta örugga og skilvirka kosningaframkvæmd,“ segir í umsögninni. Þó segir að almennt hafi framkvæmd Alþingiskosninganna gengið vel þegar á heildina sé litið. Tímaáætlanir hafi staðist að mestu leyti þrátt fyrir hríðarbyl og óveður víðs vegar um landið. Kjörstjórnin þakkar samvinnu fjölmarra einstaklinga, samtaka og stofnanna að því leyti. Þessari umsögn var skilað til níu manna undirbúningsnefndar Alþingis í dag. Nefndin hefur víðtæka heimild til að rannsaka álítaefni og getur farið fram á endurtalnignu. Landskjörstjórn hittir undirbúningsnefnd Alþingis á föstudag. Í umsögninni eru líka tekin fyrir ágreiningsseðlar úr þremur kjördæmum, og tvær kærur sem bárust vegna kosninganna.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira