Meðvirkni í garð Katrínar að tjá sig ekki um hana Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi sagðist ekki vilja tjá sig um Katrínu Jakobsdóttur, sem einnig gefur kost á sér til embættisins, þegar hún væri ekki viðstödd. Jón Gnarr, sem er líka að bjóða sig fram, segir smá meðvirkni í því að tjá sig ekki um aðra frambjóðendur þegar þeir gætu alveg verið á staðnum. 20.4.2024 10:11
Maðurinn sem kveikti í sjálfum sér látinn Maður sem kveikti í sjálfum sér fyrir utan dómshús í New York-borg í gær er látinn. Í réttarsal dómshússins hefur verið réttað yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, síðustu daga. 20.4.2024 08:12
Fluttir á sjúkrahús eftir hópslagsmál í miðborginni Tveir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur sem áttu sér stað í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir að málið sé í rannsókn. 20.4.2024 07:25
Að taka afstöðu er einkamál hvers og eins Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson, og Jón Gnarr, forsetaframbjóðendur voru spurð í Pallborðinu á Vísi í dag út í það hvern þau myndu kjósa til embættis forseta Íslands ef þau væru ekki sjálf í framboði. Halla benti á að það væri einkamál hvers og eins hvern maður kysi. 19.4.2024 21:01
Maður með kókaín í niðursuðudósum fær mildari dóm Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem hafði verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í desember. Niðurstaða Landsréttar var hins vegar að maðurinn skyldi sitja inni í tvö ár og sex mánuði. 19.4.2024 15:47
Tók upp þegar hann nauðgaði kærustu sinni í tvígang Tæplega sextugur karlmaður hlaut í vikunni þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær nauðganir og fyrir að taka þær upp. Maðurinn heitir Elmar Örn Sigurðsson, en brotin áttu sér stað í janúar og september 2017. 19.4.2024 15:43
Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19.4.2024 14:18
Cox segir Phoenix ömurlegan sem Napóleon Skoski leikarinn Brian Cox gefur lítið fyrir frammistöðu Joaquin Phoenix í kvikmynd Ridley Scott um Napóleon, sem var sýnd á síðasta ári. 19.4.2024 12:30
Sakaður um fjölda afbrota: Ungar stúlkur einar heima urðu skelkaðar þegar hann ruddist inn Maður sem er grunaður um fjölda afbrota þarf að dúsa í gæsluvarðhaldi þangað til þann þrettánda maí næstkomandi. Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. 19.4.2024 10:23
Þórkatla kom í veg fyrir áætlun fjölskyldunnar: „Þetta tekur allt saman svo fjandi langan tíma“ „Ég er föst á nýjum stað. Ég verð að geta komið fótunum undir mig og fjölskyldu mína,“ segir Birna Rún Arnarsdóttir um erfiða stöðu sem myndast hefur fyrir Grindvíkinga, meðal annars vegna fasteignafélagsins Þórkötlu. 18.4.2024 23:04