Flókið verkefni og mikið tjón í Kringlunni Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir að loksins nú virðist slökkvilið vera að ná tökum á eldi sem kviknaði í Kringlunni í dag. Um sé að ræða flókið verkefni. 15.6.2024 18:49
Leiðinlegt fyrir útskriftarnema sem er hent út áður en þeir taka sopa Óskar Finnsson, veitingamaður a Finnsson bistro í Kringlunni, var að fara að halda þrjár útskriftarveislur á staðnum í dag og kvöld þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni í dag. 15.6.2024 18:23
Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. 15.6.2024 17:41
Refsing manns sem nauðgaði þroskaskertum konum milduð verulega Landsréttur hefur mildað fangelsisdóm yfir tæplega sextugum karlmanni vegna ýmissa brota, þar á meðal vegna fjölda kynferðisbrota gegn konum með þroskaskerðingu. Hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í stað sex ára. Landsréttur var sammála héraðsdómi um að tornæmi mannsins stæði ekki í vegi fyrir því að hann yrði dæmdur til fangelsisvistar. 14.6.2024 15:54
Íslensk lopapeysa flutt milli heimsálfa vegna mestu eftirsjár ævinnar Stærsta eftirsjá hinnar bandarísku Celiu Robbins var að kaupa ekki lopapeysu með lundamyndum þegar hún var á Íslandi árið 2021. Það var að minnsta kosti það sem hún svaraði fjórtán ára gamalli dóttur hennar þegar hún spurði hana út í hvað það væri sem hún iðraðist mest í lífi sínu. 14.6.2024 10:47
Tilkynntu um ekki yfirvofandi eldgos Veðurstofan sendi fjölmiðlum rétt í þessu tilkynningu um eldgos sem gæti hafist innan skamms við Öræfajökul. Þó er allt með kyrrum kjörum við Öræfajökul og ekki búist við eldgosi í alvöru þar sem að þessi tilkynning var æfing. 14.6.2024 09:00
Vara við TikTok-æði eftir handtöku tveggja unglinga Tveir táningar í Flórída-ríki Bandaríkjanna hafa verið handteknir eftir að lögregla bar kennsl á þá í myndefni úr öryggismyndavél þar sem að þeir sáust sparka í hurðar á húsum ókunnugra. 14.6.2024 08:15
Losuðu stúlku úr „prísund“ við Háskólabíó Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu bjargaði stúlku í gær sem hafði fest sig í skúlptúrnum Stuðlum, sem er við Háskólabíó. 14.6.2024 07:18
Miðflokksmenn íhuga að leggja fram vantrauststillögu Þingflokkur Miðflokksins er með það til skoðunar hjá sér að leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna ákvarðanatöku hennar um hvalveiðar 14.6.2024 06:45
Sundrung á stjórnarheimilinu að koma upp á yfirborðið Deila dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra um starfshætti lögreglu og netsölu áfengis er til marks um ósætti á stjórnarheimilinu að sögn Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði. 13.6.2024 12:11