Sagði „kærustuna“ í sambandi þó hún segði annað Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdómi Vesturlands vegna hótana. 13.6.2024 10:24
Einn fluttur á slysadeild eftir að bíll endaði utan vegar Bíl var ekið af Elliðavatnsvegi, sem er einnig þekkt sem Flóttamannaleið, í morgun og var einn fluttur á slysadeild. 13.6.2024 08:38
Sagðist ekki hafa slegið eiginkonuna heldur sjálfan sig með pönnu Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni. 13.6.2024 08:22
Óeirðaástand í Buenos Aires vegna aðgerðarpakka Milei Öldungadeild argentínska þingsins hefur naumlega samþykkt efnahagsaðgerðapakka Javier Milei, forseta Argentínu. Á sömu stundu tókust mótmælendur og lögregla á fyrir utan þinghúsið í Buenos Aires. 13.6.2024 06:55
Gamall handritsbútur reyndist úr guðspjalli um æsku Krists Fræðimenn við Humboldt-háskólann í Berlín hafa uppgötvað að gamall handritsbútur, sem hefur legið ósnertur á bókasafni í Þýskalandi um áratugaskeið, er úr svokölluðu Bernskuguðspjalli Tómasar. Um er að ræða elstu útgáfu af guðspjallinu sem vitað er um. 12.6.2024 22:01
Enok sakfelldur Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hefur hlotið sex mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja líkamsárása. Annar maður, sem var ákærður fyrir að fremja aðra líkamsárásina ásamt Enoki hlýtur fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm. 12.6.2024 12:22
Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Ingólfstorgi Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna meintrar stunguárásar sem er sögð hafa verið framin utandyra við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur í júní 2021. 12.6.2024 11:22
Forsendur ríkisstjórnarinnar hafi verið slegnar af borðinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir endurnýjaða ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa lagt áherslu á mál sem Miðflokkurinn hafi verið búinn að hamast á þar á undan. Ríkistjórnin sé síðan ekki búin að gera neitt í þessum málum. 12.6.2024 09:08
Françoise Hardy er látin Franska tónlistarkonan Françoise Hardy lést í gær áttræð að aldri. Sonur hennar, Thomas Dutronc, greindi frá þessu á samfélagsmiðlum. 12.6.2024 07:46
Danir höndla ekki kóresku pakkanúðlurnar Dönsk matvælayfirvöld hafa innkallað vörur suðurkóreska fyrirtækisins Samyang sem framleiðir eldheita pakkanúðlurétti undir vörumerkinu Buldak. 12.6.2024 06:53