„Það hafa nokkrir þingmenn haft samband við mig sem formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og vilja vita hvort þetta sé ekki máls sem nefndin þurfi að taka til skoðunar, og hafa áhuga á að hún geri það,“ segir Vilhjálmur.
Hann segir að þar yrði þá helst tekinn til skoðunar meintur trúnaðarbrestur í forsætisráðuneytinu, sem varðar það hvort rétt hafi verið að láta barnamálaráðherra vita af erindi sem barst forsætisráðuneytinu.
„Þá hefur mest verið talað um tímalínu málsins, og þetta mögulega trúnaðarbrot í forsætisráðuneytinu. Það yrði það sem yrði helst þar undir,“ segir Vilhjámur.
Hann segir þingmenn í stjórnarandstöðunni helst hafa haft samband vegna málsins hingað til.