Faðir handtekinn á nærbuxunum á heimili sonar Íslenska ríkið þarf að greiða manni 170 þúsund krónur vegna handtöku sérsveitarinnar á honum árið 2022. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Að mati dómsins var handtakan sjálf lögmæt en vegna þess að maðurinn varð fyrir skaða vegna hennar á hann rétt á bótum. 21.6.2024 13:34
Landsmenn fái að skila umsögnum um þá sem vilja ríkisborgararétt Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að sér þætti eðlilegt ef landsmönnum gæfist kostur á að senda umsagnir um þá einstaklinga sem Alþingi greiðir atkvæði um hvort fái ríkisborgararétt hér á landi. 20.6.2024 16:58
Ástand Íslendingsins sem lenti í nautinu sagt stöðugt Ástand íslensks karlmanns á fimmtugsaldri, sem særðist í nautahlaupi á Spáni í gær, er sagt stöðugt. 20.6.2024 15:25
Grunlaus eigandi dularfulls bíls fær hann ekki afhentan Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum þarf ekki að afhenda bíl, sem það lagði hald á í janúar á þessu ári, til eigandans. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. 20.6.2024 14:06
Hjúkrunarfræðingur sem neitaði að fara í Covid-próf ekki fyrir Hæstarétt Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál hjúkrunarfræðings sem höfðaði mál gegn heilbrigðisfyrirtæki sem sagði henni upp eftir að hún neitaði að fara í Covid-hraðpróf. 20.6.2024 12:43
Máli Péturs Jökuls vísað frá Máli Péturs Jökuls Jónassonar, sakbornings í stóra kókaínmálinu, hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðssaksóknari hefur kært þá niðurstöðu til Landsréttar. 20.6.2024 11:09
„Ég sakna vina minna úr Grindavík“ „Hvenær getum við komist heim til Grindavíkur?“ er haft eftir ónefndu gríndvísku barni í nýrri skýrslu umboðsmanns barna. „Ég sakna vina minna úr Grindavík,“ segir annað barn. 20.6.2024 10:35
Bíður eftir gögnum til að ljúka rannsókn í manndrápsmáli á Selfossi Héraðssaksóknari bíður enn eftir gögnum til að geta lokið rannsókn sinni á andláti Sofiu Sarmite Kolsenikovu. Sofia fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl í fyrra. Málið var sent frá lögreglunni á Suðurlandi til héraðssaksóknara í desember síðastliðnum. 20.6.2024 06:45
Sparkaði í liggjandi sambýliskonu sína á gamlársdag Karlmaður hlaut á dögunum þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás gagnvart þáverandi sambýliskonu hans. Árásin var framin á heimili hans aðfaranótt gamlársdags, 31. desember, árið 2022. 19.6.2024 16:40
Leitaði ítrekað til læknis án þess að blóðtapparnir fyndust Kona sem leitaði endurtekið eftir læknisþjónustu áður en hún var loks greind með blóðtappa fékk viðeigandi þjónustu hjá Landspítalanum. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan höfðaði mál og vildi meina að meðferðin hefði verið ófullnægjandi og að ríkið bæri skaðabótaábyrgð. 19.6.2024 15:36