Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Jón Þór Stefánsson skrifar 26. mars 2025 15:38 Tryggvi Aðalbjörnsson hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir umfjöllun sína um Brúnegg. Kristinn Gylfi Jónsson var framkvæmdastjóri Brúneggja. Hæstiréttur sýknaði í dag Ríkisútvarpið og Matvælastofnun af kröfum Bala ehf. og Geysis-Fjárfestingafélags ehf. í Brúneggjamálinu svokallaða. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað báðar stofnanir, en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að MAST bæri skaðabótaábyrgð og gerði stofnuninni að greiða félögunum fjórar milljónir hvoru um sig. Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. Brúnegg voru í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félög þeirra, Bala og Geysis. Landsréttur á öðru máli Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. En að mati dómsins var augljóst að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar orsökuðu þetta hrun. Landsréttur sagði hins vegar að ekki væri hægt að segja að umfjöllun Kastljóss væri efnislega röng, eða hefði ekki fréttagildi eða ætti ekki erindi við almenning. Afhendingin olli ekki saknæmu tjóni Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að gögnin væru ótvírætt þess eðlis að stofnuninni væri skylt að afhenda þau á grundvelli upplýsingalaga. Það hefði verið góð stjórnsýsluframkvæmd hjá MAST að óska eftir áliti Brúneggja á afhendingunni á sínum tíma. Það hefði hins vegar ekki breytt neinu um skyldu stofnunarinnar til að veita gögnin. Því var ekki fallist á að afhending gagnanna hefði verið til þess fallin að valda Brúneggjum tjóni með ólögmætum og saknæmum hætti. Hæstiréttur féllst heldur ekki á að MAST væri skaðabótaskyld vegna þess að starfsmenn stofnunarinnar voru sagðir hafa veitt liðsinni við gerð sjónvarpsþáttarins. Ekki væri hægt að sjá að afhending gagna og samskipti sem voru því tengd væri að veita liðsinni, og ekki heldur að veita viðtöl um málið. Hæstiréttur sýknaði MAST og RÚV.Vísir/Vilhelm Þar að auki komst Hæstiréttur að því að ummæli starfsmanna MAST hefðu leitt til bótaskyldu til Brúneggja vegna viðbragða birgja, smásala og neytenda við fréttaflutningi. Ekki hefði verið sýnt fram á að neitt rangt hafi komið fram í umfjölluninni. Hæstiréttur gerir því Bala og Geysi að greiða MAST annars vegar og RÚV hins vegar kostnað vegna reksturs málsins á öllum dómstigum. Félögin þurfa að greiða MAST þrjár milljónir króna og RÚV fimm milljónir. Brúneggjamálið Dómsmál Matvælaframleiðsla Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. Brúnegg voru í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félög þeirra, Bala og Geysis. Landsréttur á öðru máli Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. En að mati dómsins var augljóst að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar orsökuðu þetta hrun. Landsréttur sagði hins vegar að ekki væri hægt að segja að umfjöllun Kastljóss væri efnislega röng, eða hefði ekki fréttagildi eða ætti ekki erindi við almenning. Afhendingin olli ekki saknæmu tjóni Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að gögnin væru ótvírætt þess eðlis að stofnuninni væri skylt að afhenda þau á grundvelli upplýsingalaga. Það hefði verið góð stjórnsýsluframkvæmd hjá MAST að óska eftir áliti Brúneggja á afhendingunni á sínum tíma. Það hefði hins vegar ekki breytt neinu um skyldu stofnunarinnar til að veita gögnin. Því var ekki fallist á að afhending gagnanna hefði verið til þess fallin að valda Brúneggjum tjóni með ólögmætum og saknæmum hætti. Hæstiréttur féllst heldur ekki á að MAST væri skaðabótaskyld vegna þess að starfsmenn stofnunarinnar voru sagðir hafa veitt liðsinni við gerð sjónvarpsþáttarins. Ekki væri hægt að sjá að afhending gagna og samskipti sem voru því tengd væri að veita liðsinni, og ekki heldur að veita viðtöl um málið. Hæstiréttur sýknaði MAST og RÚV.Vísir/Vilhelm Þar að auki komst Hæstiréttur að því að ummæli starfsmanna MAST hefðu leitt til bótaskyldu til Brúneggja vegna viðbragða birgja, smásala og neytenda við fréttaflutningi. Ekki hefði verið sýnt fram á að neitt rangt hafi komið fram í umfjölluninni. Hæstiréttur gerir því Bala og Geysi að greiða MAST annars vegar og RÚV hins vegar kostnað vegna reksturs málsins á öllum dómstigum. Félögin þurfa að greiða MAST þrjár milljónir króna og RÚV fimm milljónir.
Brúneggjamálið Dómsmál Matvælaframleiðsla Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira