Eldur í flugskýli í Múlakoti í nótt Í nótt barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um eld í gömlu flugskýli í Múlakoti. Vel gekk að ráða niðurlögum hans. 11.8.2024 12:21
Helgi Magnús ritar ráðherra bréf og Ásmundur Einar um menntakerfið Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 11.8.2024 09:59
Skúrir síðdegis í dag Veðurstofan spáir suðaustlægri og breytilegri átt í dag. Skúrir verða allvíða, sérstaklega síðdegis. Talið er að hiti verði átta til fimmtán stig. 11.8.2024 08:09
Vistaður í fangaklefa þangað til lögregla kemst að því hver hann er Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að takast á við nokkur verkefni í nótt sem vörðuðu ólæti og slagsmál. Nokkur þeirra voru í miðborginni, eitt slíkt mál var í Breiðholti, og þá var lögreglan kölluð út í Hafnarfirði vegna óláta og slagsmála í ölhúsi. 11.8.2024 07:32
Varð vitni að árásinni sem varð systur hennar að bana Foreldrar Bebe King, sex ára stúlku sem var stungin til bana í árásinni í Southport í Bretlandi í lok júlímánaðar, segja eldri systur hennar hafa orðið vitni að árásinni en komist undan. 10.8.2024 13:51
Einn var stunginn í Breiðholti Einn var stunginn í lærið í íbúahúsi í Bökkunum í Breiðholti í Reykjavík og fluttur á slysadeild í kjölfarið í dag. Grunaður árásarmaður var handtekinn og verður hann yfirheyrður þegar runnið verður af honum. 10.8.2024 13:48
Adele trúlofuð Breska tónlistarkonan Adele er trúlofuð. Hún greindi sjálf frá þessu á tónleikum í Munchen í Þýskalandi. 10.8.2024 12:06
„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10.8.2024 10:52
Vara við gasmengun við upptök Skálmar og Múlakvíslar Rafleiðni hefur farið hækkandi í Skálm og Múlakvísl frá seinnipartinum í gær en vatnshæðin hefur haldist nokkuð stöðug. 10.8.2024 10:08
Á bak og burt eftir að hafa brotið og bramlað í bústað Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt um innbrot og skemmdir í sumarhúsi í nótt. Þegar lögregluna bar að garði var sá sem braust inn á bak og burt. Málið er til rannsóknar. 10.8.2024 09:41
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent