Mjúk lending frekar en niðurskurður í fjárlögum Sigurður Ingi Jóhannsson mun leggja fram fjárlagafrumvarp næstkomandi þriðjudag. Hann segist bjartsýnn um að sátt verði um frumvarpið, en getur ekki tjáð sig um innhald þess að svo stöddu. 6.9.2024 15:07
Tæplega átján milljónir fyrir 275 atkvæði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, varði tæplega átján milljónum króna í framboð sitt til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í uppgjöri sem Helga skilaði til Ríkisendurskoðunar. 6.9.2024 13:53
Reyna enn að ná í mann sem er grunaður um að sviðsetja bílslys Lögbirtingablaðið hefur í annað skipti birt fyrirkall á hendur manni sem er talinn vera á Ítalíu vegna ákæru á hendur honum. Maðurinn er ákærður, ásamt öðrum manni sem er með skráð lögheimili í Reykjavík, um að setja á svið umferðarslys á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu í Hafnarfirði þann 5. apríl 2021. 6.9.2024 11:47
Í gæsluvarðhaldi þangað til í nóvember Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald mannsins sem er grunaður um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst. 6.9.2024 11:21
Af hættustigi niður á óvissustig Almannavarnastig hefur verið fært af hættustigi niður á óvissustig þar sem eldgosinu norðan við Stóra-Skógfell er lokið. Það er Ríkislögreglustjóri sem ákveður þetta í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum. 6.9.2024 11:14
Rich Homie Quan er allur Bandaríski rapparinn Rich Homie Quan er látinn 33 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í Atlanta í gær, en dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu. 6.9.2024 10:17
„Guðs mildi að þetta hafi stoppað þarna“ „Það er alveg með hreinum ólíkindum að koma að þessu. Hún hefur ekki hreyfst girðingin, en hraunið vafði sér eiginlega utan um hornið þarna,“ segir Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður og Grindvíkingur, um hraun sem stoppaði við hús í Grindavík í janúar á þessu ári. 5.9.2024 14:18
Eldur kom upp í Grafarvogi Eldur kom upp í húsnæði í Fossaleyni í Grafarvogi í Reykjavík í dag. Starfsmönnum á vettvangi tókst að slökkva eldinn og svo kom slökkvilið og er að reykræsta húsnæðið. 5.9.2024 13:23
Unglingspiltur dæmdur fyrir þrjár hnífaárásir Unglingspiltur hefur hlotið átján mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ýmissa brota, en þrjú þeirra voru ofbeldisbrot framin með hníf. 5.9.2024 12:14
Þykir sárt að vera stunginn í bakið af vini sínum Lögmaður Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem þess er krafist að áminning sem hann hlaut frá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara verði afturkölluð. 11.8.2024 13:25
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent