Datt í Sundhöllinni og fær þrjár og hálfa milljón Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var dæmd skaðabótaskyld í máli konu sem lenti í slysi í sundi. Borginni er gert að greiða konunni rúmar þrjár og hálfa milljón í skaðabætur, eða sömu bóta og konan hafði krafist. 12.10.2023 16:44
Fylgja eftir svartri skýrslu um vöggustofurnar Borgarráð ætlar að fylgja eftir tillögum nefndar um málefni vöggustofa. Nefndin kynnti niðurstöðu sína í síðustu viku og benti á að vera barna á vöggustofum hafi haft veruleg áhrif á framtíð þeirra. Til að mynda væru lífslíkur þeirra einstaklinga minni en jafnaldra þeirra og þeir líklegri til að glíma við örorku. 12.10.2023 15:36
„Ótrúlegur aumingjaskapur að þora ekki í fyrirspurnir við ráðherra“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sakar stjórnarandstöðuna um ráðaleysi og aumingjaskap fyrir að spyrja Bjarna Benediktsson einskis í kjölfar afsagnar hans sem fjármála- og efnahagsráðherra. 12.10.2023 15:08
Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12.10.2023 14:29
Lena Olin verður Hulda Hermannsdóttir Sænska leikkonan Lena Olin mun fara með hlutverk lögreglukonunnar Huldu Hermannsdóttur í sjónvarpsseríu sem gerð verður eftir þríleik Ragnars Jónassonar, Dimmu, Drunga og Mistri. 12.10.2023 12:36
Kennari á hvern nemenda fjörutíu prósent dýrari á Íslandi Meðallaunakostnaður íslenskra grunnskólakennara á hvern nemanda er fjörutíu prósent hærri en meðaltal OECD-ríkjanna. Þetta kom fram á vef Stjórnarráðsins á dögunum sem birti tilkynningu vegna skýrslu OECD um stöðu menntunar innan ríkja stofnunarinnar. 12.10.2023 11:27
Viðhalda og undirbúa kynferðisofbeldi með ýmsum leiðum Íslenskir ofbeldismenn gera oft eitthvað til að undirbúa eða viðhalda kynferðisofbeldi sem þeir beita, en meirihluti þeirra eru tengdir brotaþolum sínum fjöslkylduböndum, eða vinir og kunningjar þeirra. 12.10.2023 10:29
Skipstjóri skaðabótaskyldur fyrir „stórfellt gáleysi“ í heimsfaraldri Sjómanni, sem vann á skipinu Júlíusi Geirmundssyni, hafa verið dæmdar skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna meðferðar sem hann varð fyrir á meðan hann var smitaður af kórónuveirunni um borð í skipinu. 11.10.2023 17:11
Talsverð snjókoma framundan á Suðvesturlandi Það kemur til með að snjóa á Suðvesturlandi snemma í nótt og vel fram á næsta morgun. Um verður að ræða talsverða snjókomu. 11.10.2023 15:12
Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11.10.2023 14:57
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent