Grunaðir um að taka upp árás með röri og hömrum Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness sem gefur lögreglu leyfi til að rannsaka og skoða innihald síma manns sem er grunaður um fólskulega árás. Maðurinn er grunaður um að hafa ásamt öðrum frelsissvipt annan mann og beitt hann margvíslegu ofbeldi. 10.10.2023 22:01
Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. 10.10.2023 17:44
Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10.10.2023 14:58
Orðnir vinir aftur eftir árás vegna fyrrverandi kærustu Karlmaður hefur hlotið átta mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart öðrum manni, vini sínum til margra ára sem hafði byrjað með fyrrverandi kærustu árásarmannsins. 10.10.2023 13:27
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10.10.2023 11:37
Gert að greiða húsfélagi í Kópavogi 36 milljónir eftir ákvörðun Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Byggingarfélags Gylfa og Gunnars um að taka mál þeirra gegn húsfélaginu Lundi 2 til 6 í Kópavogi. Málið varðar galla þakplötu á bílastæðahúsi sem fylgdi íbúðum í húsunum. 8.10.2023 17:41
Gul viðvörun um allt land í kortunum Á morgun mánudag verða gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Á þriðjudag verður síðan gul viðvörun um allt land. 8.10.2023 14:47
Kærir kynfræðslubók fyrir hönd foreldra: „Á þetta erindi við börn, ef fullorðið fólk sættir sig ekki við þetta?“ Lögmaður hefur fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra lagt inn kæru á hendur Menntamálastofnun vegna útgáfu bókarinnar Kyn, kynlíf og allt hitt. Bókin er ætluð grunnskólabörnum, en Arnar segir umbjóðendur sínir telji hana særi blygðunarkennd, og brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. 8.10.2023 13:25
Vinna að því að koma Íslendingunum heim Sigurður K. Kolbeinsson, fararstjóri níutíu manna hóps Íslendinga sem er staddur í Jerúsalem í Ísrael, segir unnið að því að koma hópnum heim. Það er til að mynda gert í samvinnu við neyðarteymi Icelandair. 8.10.2023 10:43
Gerðu sér glaðan dag allar í brúðarkjól: „Við ætlum að skála vel og rækilega“ Fjórar vinkonur héldu óvenjulegt þemapartý í Reykjavík í gærkvöldi. Hver þeirra bauð öðrum fjórum vinkonum sínum til þess að halda teitið. Þær skemmtu sér konunglega saman, allar í brúðarkjól. 8.10.2023 10:13
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent