Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Grunaðir um að taka upp árás með röri og hömrum

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness sem gefur lögreglu leyfi til að rannsaka og skoða innihald síma manns sem er grunaður um fólskulega árás. Maðurinn er grunaður um að hafa ásamt öðrum frelsissvipt annan mann og beitt hann margvíslegu ofbeldi.

Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð

Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði.

Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra.

Gul viðvörun um allt land í kortunum

Á morgun mánudag verða gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Á þriðjudag verður síðan gul viðvörun um allt land.

Vinna að því að koma Íslendingunum heim

Sigurður K. Kolbeinsson, fararstjóri níutíu manna hóps Íslendinga sem er staddur í Jerúsalem í Ísrael, segir unnið að því að koma hópnum heim. Það er til að mynda gert í samvinnu við neyðarteymi Icelandair.

Sjá meira