Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dómara hryðjuverkamálsins gert að víkja vegna van­hæfis

Landsréttur hefur gert Daða Kristjánssyni, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, að víkja frá hryðjuverkamálinu svokallaða vegna vanhæfis. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari málsins í samtali við Vísi.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindvíkingar biðu í röðum eftir að komast heim til að sækja nauðsynjar í dag. Margir hverjir eru gagnrýnir á skipulag almannavarna við að hleypa fólki og fyrirtækjum inn í bæinn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við íbúa í röðinni, þar á meðal hjón sem voru að reyna í fjórða sinn.

Beint streymi: Matvælaþing í Hörpu

Matvælaþing er haldið í annað sinn í Hörpu í dag. Hringrásarhagkerfið verður meginviðfangsefni þingsins í ár, en í tilkynningu um viðburðinn segir að það sé í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins 2040 sem var mótuð á síðasta þingi.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindavík var rýmd í skyndi í dag þegar íbúar voru í bænum að sækja muni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fólkið sem þurfti að drífa sig á brott og þau sem gátu sótt einhverjar nauðsynjar.

Vaktin: Grinda­vík eins og skrið­jökull

Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus.

Sjá meira