Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga. 11.1.2024 23:00
„Það styttist í það eftir því sem lengur er unnið“ Enn er leitað að manni sem féll ofan í sprungu við framkvæmdir í Grindavík í gær. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að aðstæður við björgunarstarfið séu erfiðar. 11.1.2024 22:32
Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11.1.2024 20:37
Verðum að vera búin undir gos í Grímsvötnum Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir ekki ljóst að það muni gjósa í Grímsvötnum, en þó séu nokkrar líkur á því. 11.1.2024 19:41
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík heldur áfram við erfiðar aðstæður. Við ræðum bæði við aðgerðastjóra á slysstað og bæjarstjóra Grindavíkur í fréttatímanum og förum auk þess yfir stöðuna í beinni útsendingu frá vettvangi. 11.1.2024 17:58
Hafi reynt að fela dóp í stað þess að bjarga lífi konunnar Maður á þrítugsaldri, sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á Selfossi í apríl á síðasta ári, er talinn hafa spillt sönnunargögnum málsins áður en lögreglu var gert viðvart um andlátið. 10.1.2024 23:29
„Það verður unnið í þessu þangað til málið leysist“ Björgunarsveitir hafa hafið leit á ný að manni sem féll niður í sprungu í Grindavík í dag. Leitin fer þannig fram að tveir og tveir leita í einu, með því að síga ofan í sprunguna í körfu. Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í samtali við fréttastofu. 10.1.2024 22:08
Hefur áhyggjur af því að allir séu upp á kant við ráðherra Vilhjálmur Árnason, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki upplifa átök innan flokksins um stöðu matvælaráðherra. Það sé búið að vera ljóst síðan í sumar að þingflokknum hafi fundist ákvörðun ráðherra um að fresta hvalveiðum slæm. 10.1.2024 19:13
Guðrún Jónsdóttir er látin Baráttukonan Guðrún Jónsdóttir er látin 91 árs að aldri. Hún fæddist þann sextánda júní 1931 og lætur eftir sig eina dóttur, Ragnheiði Thorlacius, fyrrverandi héraðsdómara. Hún lést í gær á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi. 10.1.2024 18:26
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í dag. Aðstæður á vettvangi eru afar hættulegar fyrir björgunarfólk; sprungan er mjög djúp og jarðvegur ótryggur. 10.1.2024 18:19