Innlent

Lang­flestir vilja fleiri undir­skriftir fyrir forsetaframboð

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sigríður Hrund Pétursdóttir og Arnar Þór Jónsson eru á meðal þeirra sem hafa tilkynnt framboð til forseta.
Sigríður Hrund Pétursdóttir og Arnar Þór Jónsson eru á meðal þeirra sem hafa tilkynnt framboð til forseta.

Mikill meirihluti landsmanna væru hlynntir því að lágmarksfjöldi undirskrifta til að komast í forsetaframboð verði hækkaður. 

Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents, en í þeim kemur fram að áttatíu prósent væru hlynntir breytingu, en sjö prósent andvíg henni. Þrettán prósent tóku ekki afstöðu.

Í dag þurfa forsetaframbjóðendur að framvísa undirskriftum 1500 kosningabærra einstaklinga og hefur sá fjöldi hefur verið óbreyttur frá lýðveldisstofnun.

Prósent

Yngra fólk er minna hlynnt hækkuninni en þeir sem eldri eru. Um 55 prósent einstaklinga á aldrinum átján til 24 ára segjast hlynntir hækkuninni, um fjörutíu prósent eru hvorki hlynntir né andvígir og fimm prósent eru því andvígir. Til samanburðar eru tæplega níutíu prósent hlynntir breytingunni í elsta aldurshópnum, sem eru 65 ára og eldri.

Prósent

Í könnun Prósents var einnig spurt út í hversu hlynntur eða andvígur svarandi yrði gagnvart því ef aldursviðmið um kjörgengi til forseta yrðu felld úr gildi. Í dag þarf maður að vera 35 ára til að bjóða sig fram til embættis forseta.

Rétt tæplega fimmtíu prósent svarenda eru andvígir því að aldursviðmið yrðu felld úr gildi. 28 prósent eru hlynntir því og 22 prósent tóku ekki afstöðu.

Prósent

Prósent komst að því að marktækur munur væri á viðhorfi karla og kvenna til spurningarinnar, en karlar eru andvígari hugmyndinni en konur. Rúm 55 prósent karla eru andvígir, en 44 prósent kvenna.

Jafnframt er marktækur munur á afstöðu ungra einstaklinga og þeirra sem eldri eru. Tæp 29 prósent einstaklinga á aldrinum átján til 24 ára eru andvígir niðurfellingu aldursviðmiðs en hlutfall andvígra í öðrum aldurshópum er á bilinu 43 til 61 prósent.´

Prósent
Prósent



Fleiri fréttir

Sjá meira


×