Öflugasta gosið hingað til Magnús Tumi Guðmundsson eldfjallafræðingur segir að gosið sem hófst í kvöld virðast vera það kraftmesta af þeim sem hafa verið á Reykjanesskaganum undanfarin misseri. 16.3.2024 23:04
Sjö hundruð manns drifu sig úr Bláa lóninu Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að rýming í Grindavík og í Bláa lóninu hafi gengið vel. Örfáir voru í bænum að hans sögn, en sex- til sjöhundruð í Bláa lóninu. 16.3.2024 22:35
Virðist vera endurtekið efni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við fréttastofu að hann telji að eldgosið muni byggja sig upp í afli og hugsanlega toppa eftir einn til tvo klukkutíma.Síðan muni líklega draga úr gosinu og því ljúka eftir nokkra daga. 16.3.2024 21:37
Vaktin: Eldgos er hafið á Sundhnúkagígaröðinni Eldgos hófst við Sundhnúka milli Stóra-Skógfells og Hagafells klukkan 20:23 í kvöld. Aðdragandinn var stuttur. Hraun rennur í tvær áttir og ógnar bæði Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi. 16.3.2024 20:27
„Þetta var helvíti á jörðu fyrir mér“ Lára Björk Sigrúnardóttir, 51 árs íbúi í Sandgerði, var með vinum sínum erlendis í borginni Varna í Búlgaríu í febrúar þegar hún veiktist skyndilega og var flutt með sjúkrabíl á St. Martins spítala í borginni. Lára reyndist vera með sýklasótt, sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu, og var byrjuð að fá drep í bæði fingur og tær. 16.3.2024 19:45
Möguleg snjóflóðahætta á Vestfjörðum Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Óvissustigið tekur gildi klukkan tíu í fyrramálið á morgun. 16.3.2024 18:25
Þorðu ekki að setja út á skipstjórann vegna þrúgandi andrúmslofts Þrúgandi vinnustaðamenning var ríkjandi á flutningaskipinu Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í apríl á síðasta ári. Áhöfn skipsins setti ekki spurningamerki við ákvarðanir skipstjórans sem hafði ekki áhuga á að leita aðstoðar hjá heimamönnum sem þekkja vel aðstæður á siglingarleiðinni. 16.3.2024 15:01
Stjórnvana skúta sendi neyðarboð Landhelgisgæslan sinnir nú útkalli vegna vélarvana eða stjórnvana báts vestan af landinu. Þyrla gæslunnar heldur nú að bátnum. 15.3.2024 16:28
„Lostugt“ að deila myndum í bræði af eiginmanninum og annarri konu Kona sem deildi nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu hefur hlotið þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Landsréttur felldi þann dóm í dag, en héraðsdómur hafði áður sýknað konuna. 15.3.2024 15:58
Gul viðvörun í kortunum Gular viðvaranir vegna veðurs munu taka gildi á fjórum landshlutum aðfaranótt sunnudags. Það er á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, og Ströndum og Norðurlandi vestra. 15.3.2024 15:04