Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 8. apríl 2024 22:33 Stefnt er að því að kynna Bjarna Benediktsson sem nýjan forsætisráðherra á morgun. Vísir/Vilhelm Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fór yfir málefnaáherslur og ráðherraskipan flokkanna á fundi í kvöld. Þingflokkar Framsóknar og Vinstri grænna funda í fyrramálið. Stefnt er að því að endurnýjað stjórnarsamstarf og áherslur þess verði kynnt á fréttamannafundi eftir hádegi á morgun. Nýtt ráðuneyti Bjarna Benediktssonar taki síðan formlega við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seinni partinn á morgun. „Þetta virðist vera að ganga saman, en þetta er erfið fæðing. Það er gríðarleg óánægja innan Sjálfstæðisflokksins með það að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram. Ég hef öruggar heimildir fyrir því að forystufólk innan Framsóknarflokksins og sérstaklega Sjálfstæðisflokksins hafi rætt við forystufólk í Viðreisn og jafnvel Flokki fólksins að koma til samstarfs í stað Vinstri grænna,“ sagði Heimir Már Pétursson fréttamaður í kvöldfréttum Stöðvar 2 . Þessir flokkar hefðu sett fram skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefðu ekki getað gengið sameiginlega að. Breytingar verða á skipan ráðherra meðal annars vegna brotthvarfs Bjarna úr utanríkisráðuneytinu. Heimir Már sagði að lengst af hefði verið talað um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, myndi fá forsætisráðuneytið. Nú væri Bjarni hins vegar líklegastur. Bjarni hefur verið utanríkisráðherra undanfarna mánuði, en stefnir nú á forsætisráðuneytið.Vísir/Vilhelm Vinstri grænir munu að öllum líkindum fá nýjan ráðherra við brottför Katrínar Jakobsdóttur, sem sagði af sér embætti ráðherra á sunnudag og þingmennsku í dag vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Erfitt væri að segja til um hvernig ráðherrakapallinn færi. „Þau eru í raun og veru að reyna að setja saman nýjan forgangslista yfir mál sem eigi að beina kröftunum að næstu átján mánuðina. Þar eru orkumálin erfiðust, kannski vegna andstöðu Vinstri grænna um að virkja, og vilja Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna til þess að virkja meira. Síðan eru það útlendingamálin. Þótt stjórnin hafi nýlega kynnt framtíðarsýn í þeim efnum þá er bara mjög mikil óánægja með þau mál hjá Sjálfstæðisflokknum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. 8. apríl 2024 21:12 Kynna allt saman í einum pakka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segist ekki vita hvenær viðræðum formanna stjórnarflokkanna lýkur. Þær gangi í takt við aðstæður. Bjarni ræddi við blaðamenn að loknum fundi þingflokka á Alþingi í dag. 8. apríl 2024 14:20 Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fór yfir málefnaáherslur og ráðherraskipan flokkanna á fundi í kvöld. Þingflokkar Framsóknar og Vinstri grænna funda í fyrramálið. Stefnt er að því að endurnýjað stjórnarsamstarf og áherslur þess verði kynnt á fréttamannafundi eftir hádegi á morgun. Nýtt ráðuneyti Bjarna Benediktssonar taki síðan formlega við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seinni partinn á morgun. „Þetta virðist vera að ganga saman, en þetta er erfið fæðing. Það er gríðarleg óánægja innan Sjálfstæðisflokksins með það að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram. Ég hef öruggar heimildir fyrir því að forystufólk innan Framsóknarflokksins og sérstaklega Sjálfstæðisflokksins hafi rætt við forystufólk í Viðreisn og jafnvel Flokki fólksins að koma til samstarfs í stað Vinstri grænna,“ sagði Heimir Már Pétursson fréttamaður í kvöldfréttum Stöðvar 2 . Þessir flokkar hefðu sett fram skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefðu ekki getað gengið sameiginlega að. Breytingar verða á skipan ráðherra meðal annars vegna brotthvarfs Bjarna úr utanríkisráðuneytinu. Heimir Már sagði að lengst af hefði verið talað um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, myndi fá forsætisráðuneytið. Nú væri Bjarni hins vegar líklegastur. Bjarni hefur verið utanríkisráðherra undanfarna mánuði, en stefnir nú á forsætisráðuneytið.Vísir/Vilhelm Vinstri grænir munu að öllum líkindum fá nýjan ráðherra við brottför Katrínar Jakobsdóttur, sem sagði af sér embætti ráðherra á sunnudag og þingmennsku í dag vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Erfitt væri að segja til um hvernig ráðherrakapallinn færi. „Þau eru í raun og veru að reyna að setja saman nýjan forgangslista yfir mál sem eigi að beina kröftunum að næstu átján mánuðina. Þar eru orkumálin erfiðust, kannski vegna andstöðu Vinstri grænna um að virkja, og vilja Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna til þess að virkja meira. Síðan eru það útlendingamálin. Þótt stjórnin hafi nýlega kynnt framtíðarsýn í þeim efnum þá er bara mjög mikil óánægja með þau mál hjá Sjálfstæðisflokknum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. 8. apríl 2024 21:12 Kynna allt saman í einum pakka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segist ekki vita hvenær viðræðum formanna stjórnarflokkanna lýkur. Þær gangi í takt við aðstæður. Bjarni ræddi við blaðamenn að loknum fundi þingflokka á Alþingi í dag. 8. apríl 2024 14:20 Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. 8. apríl 2024 21:12
Kynna allt saman í einum pakka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segist ekki vita hvenær viðræðum formanna stjórnarflokkanna lýkur. Þær gangi í takt við aðstæður. Bjarni ræddi við blaðamenn að loknum fundi þingflokka á Alþingi í dag. 8. apríl 2024 14:20
Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02