Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. 17.8.2024 23:40
„Ég hef aldrei séð annan eins viðbjóð“ Sæbjörg Snædal Logadóttir situr eftir með tjón upp á 530.000 krónur eftir að tíu strákar og vinir þeirra gengu berserksgang í húsi hennar á Þjóðhátíð. Öll garðhúsgögn hennar voru brotin, gólfið á baðherberginu bólgnað upp vegna bleytu, og óhreinar nærbuxur og sokkar voru úti um allt. 16.8.2024 23:41
Neitaði að borga heita vatnið og slapp með skrekkinn Kona í Árborg komst upp með að borga ekki heitavatnsreikninga frá Selfossveitum vegna þess að vatnið var ekki nógu heitt. Reikningar konunnar vegna húshitunar voru meira en tvöfalt hærri en í sambærilegum fasteignum í sveitarfélaginu, af því vatnið var gallað og inntakshiti þess ekki nógu mikill. 16.8.2024 21:56
Skotvopnaleyfi afturkallað og byssa gerð upptæk Karlmaður á miðjum aldri brást illa við afturköllun á skotvopnaleyfi hans, og kalla þurfti til sérsveitarinnar og samningamanna að heimili hans í Hafnarfirðinum. Málið endaði vel að sögn lögreglu og maðurinn var handtekinn. 16.8.2024 21:13
Sérsveitin í útkalli í Hafnarfirði Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð til aðstoðar í verkefni á vegum lögreglunnar í Hafnarfirði. 16.8.2024 20:21
Bjarni skilar jafnréttis- og mannréttindamálunum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Jafnréttis- og mannréttindamál verða flutt frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. 16.8.2024 19:23
„Stórt skref í átt að kolefnislausum flota“ Í síðustu viku voru samningar undirritaðir milli Strætó og fyrirtækjanna Hagvagna og Kynnisferða um akstur strætisvagna. Í tilkynningu segir að með þessu sé stórt skref stigið í átt að kolefnishlutlausum akstri Strætó. 16.8.2024 18:58
Á 110 á gangstétt og ók á lögreglubifhjól Lögregla veitti manni á bifhjóli sem ekið var án skráningarmerkis og hliðarspegla eftirför í dag. Hjólinu var ekið á u.þ.b. 150 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. Þá ók hann einnig á gangstétt á yfir 110 km/klst. För hans tók enda þegar hann ók á lögreglubifhjól. 16.8.2024 18:22
Starfsfólk í áfalli og kynhlutlaus salerni á barnum Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til þess að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum og að henni sé því lokið í núverandi mynd. 16.8.2024 17:53
Skjálfti af stærðinni 3,0 í Mýrdalsjökli en enginn órói Í dag klukkan 16:55 var skjálfti af stærðinni 3,0 í Mýrdalsjökli. Enginn órói mældist í kjölfarið en skjálftar af þessari stærð eru algengir í Mýrdalsjökli. 16.8.2024 17:39