Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Nokkrir þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Lagt er til að starfslokaaldur verði 73 ára í stað 70 ára. 6.5.2025 23:50
Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Búast má við því að sprengingar verði flesta daga í sumar vegna jarðvegsvinnu við undirbúning Hvammsvirkjunar. 6.5.2025 22:15
Moskítóflugur muni koma til Íslands Gísli Már Gíslason fyrrverandi prófessor í líffræði segir að moskítóflugur sem hafast við í Skandinavíu og á Bretlandseyjum geti vel lifað á Íslandi, en þær hafi bara ekki borist hingað til lands enn sem komið er. Hann segir að flugurnar laðist að líkamslykt, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum. 6.5.2025 22:08
Indland gerir árás á Pakistan Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. 6.5.2025 21:02
Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði hugmyndir sínar um að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum á blaðamannafundi með Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada í dag. Carney sagði að Kanada væri ekki til sölu en Trump sagði „aldrei segja aldrei.“ 6.5.2025 20:06
Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á brúnni fyrir ofan Fífuhvammsveg við Smáralind í Kópavogi. 6.5.2025 17:36
Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að tillaga frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar á strandveiðiheimildum sé til skoðunar. Einnig sé til skoðunar hvar sé hægt að auka veiðiheimildirnar, en það standi ekki til að færa veiðiheimildir frá „stóra pottinum.“ 5.5.2025 23:58
„Ástandið er að versna“ Sérfræðingur í varnarmálum segir ljóst að með auknum hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gasa ætli Ísrael að ganga endanlega milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, og reyna bjarga þeim gíslum sem enn kunnu að vera á lífi, um 25 manns. Hann segir erfitt að stunda umfangsmiklar hernaðaraðgerðir í þéttbýli á þröngu og litlu svæði eins og Gasa, og það hafi óneitanlega í för með sér mikið mannfall og mannskaða. 5.5.2025 23:39
Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Ungir umhverfissinnar kusu nýja stjórn á aðalfundi félagsins sem fór fram í Bragganum 3. maí síðastliðinn. 5.5.2025 21:58
Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Skjálfti af stærð M4,8 varð í Bárðarbungu klukkan 21:14 í kvöld og nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Skjálftinn fannst meðal annars í Suðursveit en engin merki eru um gosóróa. 5.5.2025 21:50