Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur hafnað beiðni Hótel Flateyjar um að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi svo hægt verði að byggja við hótelið. Sveitarstjóri segir að tillagan þurfi að falla betur að athugasemdum Minjastofnunar eigi hún fram að ganga. 21.8.2025 23:31
Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Fyrrverandi gítarleikari og söngvari í þungarokkshljómsveitinni Mastodon lést í mótorhjólaslysi í Atlanta í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mastodon er gífurlega vinsæl hljómsveit sem hefur starfað frá 2000 og hefur tvisvar spilað á Íslandi, árið 2003 og aftur 2015. 21.8.2025 22:48
Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Sósíalistaflokkur Íslands er kominn með nýtt húsnæði sem hann deilir með menningarfélaginu MÍR, Menningartengslum Íslands og Rússlands. Flokknum var hent út úr húsnæði sínu í Bolholti í sumar. 21.8.2025 21:54
Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Matvælastofnun hefur staðfest að þrír laxar sem fundust í Haukadalsá í vikunni reyndust eldisfiskar úr sjókví í Dýrafirði. 21.8.2025 17:47
Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. 19.8.2025 16:40
Davíð trónir enn og aftur á toppnum Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er enn eina ferðina langtekjuhæstur fjölmiðlamanna samkvæmt nýju tekjublaði Frjálsrar verslunar. Davíð var í fyrra með 6,68 milljónir í laun á mánuði. 19.8.2025 15:53
Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Jarðskjálfti sem fannst á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi varð í Brennisteinsfjöllum sem er virkt jarðskjálftasvæði. Í Krýsuvík hafa mælst breytingar á landrisi og sigi. Svæðið hefur áður sýnt slíkar sveiflur, en núna virðist aflögunin hraðari en áður. 19.8.2025 13:39
Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsrar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2024. Árni var með rúmar 40 milljónir á mánuði í tekjur. 19.8.2025 12:01
Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sara Bjarney Ólafsdóttir og maður hennar fengu afar óvelkominn gest heim til sín í nótt, þegar stærðarinnar rotta var komin til þeirra upp í rúm. Maður hennar fór fram, náði í brauðbretti og afgreiddi málið. 19.8.2025 10:08
Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Vesturbæjarlaug verður lokað klukkan átta í kvöld, og verður hún lokuð í um það bil viku. Í ljós hefur komið galli á málningarvinnu á laugarbotninum, sem hefur valdið því að málningin er tekin að flagna af laugarkarinu. 18.8.2025 16:04