„Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar fengu lyklana að ráðuneytum sínum afhenta í dag frá forverum sínum. Mikið var um blendnar tilfinningar og velfarnaðaróskir. Jólin komu snemma hjá Þorbjörgu Sigríði dómsmálaráðherra, Hanna Katrín finnur fyrir mikilli ábyrgð og Ásthildur Lóa ætlar að kenna börnum að lesa. 22.12.2024 17:00
„Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sneri aftur til starfa á föstudag í fyrsta skipti frá í júní, en fékk engin verkefni til að sinna og hefur ekki aðgang að tölvukerfi embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sendi honum skilaboð fyrir viku þar sem fram kom að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Helgi fær ekki séð að ríkissaksóknari hafi lagalega forsendu fyrir þessari ákvörðun. 22.12.2024 16:00
Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Alma D. Möller fyrrverandi landlæknir tók við lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu í dag frá Ástu Valdimarsdóttur ráðuneytisstjóra. Hún segir tilfinninguna að taka við ráðuneytinu ótrúlega og hlakkar til að læra og takast á við nýja hluti. Hún er fyrsti læknirinn sem verður heilbrigðisráðherra. 22.12.2024 15:09
Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Spáð er suðaustanstormi á vestanverðu landinu í nótt og til morguns, og hríðarveðri norðanlands annað kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi eftir miðnætti um allt land fyrir utan austfirði og suðausturland. Vegir gætu víða orðið mjög hálir meðan snjó og klaka leysir. 22.12.2024 11:10
Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fráfarandi menningar- og viðskiptaráðherra, segir að framdundan sé mikil óvissa á gjaldeyrismarkaði, nú þegar ný ríkisstjórn hefur boðað stóraukna gjaldtöku á stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, ferðaþjónustuna. 21.12.2024 16:44
Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stendur að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fari fram eigi síðar en árið 2027. 21.12.2024 15:53
„Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Bjarni Benediktsson, fráfarandi forsætisráðherra, segir að stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi komið honum á óvart. „[Þetta er] mjög þunn súpa, lítið í henni. Maður spyr sig, hvað varð um öll stóru málin?“ 21.12.2024 15:26
Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Hanna Katrín Friðriksson mun taka við nýju atvinnuvegaráðuneyti, sem verður nýtt og sameinað ráðuneyti um landbúnað, sjávarútveg, iðnað og fleira. Hanna segir ljóst að ráðuneytið sé risastórt og mikilvægið gríðarlegt. 21.12.2024 12:12
„Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar verður fjármála- og efnahagsráðherra utanþings í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins. Daði Már er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. 21.12.2024 10:27
Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir, fráfarandi háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, beitti Heimlich aðferðinni og bjargaði lífi konu á veitingastaðnum Kastrup í gær. 21.12.2024 09:38