Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Opna fyrir Tiktok á nýjan leik

Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta.

„Ég hef enga hug­mynd um hvaða maður þetta er“

Grímuklæddur maður kúkaði á bíl Ragnars Þórs Egilssonar fyrir utan heimili hans á Álfhólsvegi í dag. Þetta er í fimmta skipti á tveimur árum sem skitið hefur verið á bíl hans. Hann kveðst ekki vita hver sé að verki eða hvað gangi honum til.

Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað

Donald Trump, sem verður forseti Bandaríkjanna á nýjan leik mánudaginn næstkomandi, segir mjög líklegt að gildistöku laga sem þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum eða loka miðlinum verði frestað um 90 daga. Lögin taka gildi á morgun sunnudag, en Biden fráfarandi forseti hefur sagst ekki munu fylgja þeim eftir.

Sjá meira