Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði hugmyndir sínar um að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum á blaðamannafundi með Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada í dag. Carney sagði að Kanada væri ekki til sölu en Trump sagði „aldrei segja aldrei.“ 6.5.2025 20:06
Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á brúnni fyrir ofan Fífuhvammsveg við Smáralind í Kópavogi. 6.5.2025 17:36
Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að tillaga frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar á strandveiðiheimildum sé til skoðunar. Einnig sé til skoðunar hvar sé hægt að auka veiðiheimildirnar, en það standi ekki til að færa veiðiheimildir frá „stóra pottinum.“ 5.5.2025 23:58
„Ástandið er að versna“ Sérfræðingur í varnarmálum segir ljóst að með auknum hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gasa ætli Ísrael að ganga endanlega milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, og reyna bjarga þeim gíslum sem enn kunnu að vera á lífi, um 25 manns. Hann segir erfitt að stunda umfangsmiklar hernaðaraðgerðir í þéttbýli á þröngu og litlu svæði eins og Gasa, og það hafi óneitanlega í för með sér mikið mannfall og mannskaða. 5.5.2025 23:39
Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Ungir umhverfissinnar kusu nýja stjórn á aðalfundi félagsins sem fór fram í Bragganum 3. maí síðastliðinn. 5.5.2025 21:58
Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Skjálfti af stærð M4,8 varð í Bárðarbungu klukkan 21:14 í kvöld og nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Skjálftinn fannst meðal annars í Suðursveit en engin merki eru um gosóróa. 5.5.2025 21:50
Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa fyrsta maí síðastliðinn og starfar hún á vegum Alþingis með það markmið að efla og vernda mannréttindi á Íslandi. 5.5.2025 20:02
„Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. 5.5.2025 19:18
Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, hefur sett íbúð sína í Hafnarfirðinum á sölu. 29.4.2025 22:09
„Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Vilhjálmur Bjarnason segir að njósnir um hann hafi verið miklu svakalegri en hann gerði sér grein fyrir þegar hann frétti fyrst af málinu fyrir hálfum mánuði. Björgólfur Thor Björgólfsson stóð fyrir umfangsmiklum njósnum um Vilhjálm árið 2012 með aðstoð lögreglumanna. 29.4.2025 21:35