Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Bilun í búnaði olli því að nýtt auglýsingaskilti við Ikea skein á hæsta styrk um helgina og lýsti upp allan Garðabæ svo um munaði. Íbúi á Flötunum segist elska Ikea en honum hafi þótt ofurskært auglýsingaskiltið fullmikið, þótt hann hafi sloppið við að kveikja á útiljósunum heima hjá sér um helgina. 18.8.2025 15:19
Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Evrópusambandið hefur frestað ákvörðun um verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá Íslandi og Noregi um óákveðinn tíma. Tollarnir hefðu tekið gildi á morgun og áttu að gilda í 200 daga. 18.8.2025 13:58
Ákærður fyrir fjórar nauðganir Maríus Borg Høiby, stjúpsonur Hákonar krónprins Noregs, hefur verið ákærður í 32 ákæruliðum, þar af fyrir fjórar nauðganir gegn fjórum konum. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn fyrrverandi kærustu sinni Nora Haukland. 18.8.2025 12:59
„Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Rannsókn lögreglunnar á andláti tveggja ferðamanna á hótelinu Reykjavík Edition miðar ágætlega, en konan sem grunuð er um manndráp hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 27. ágúst. 18.8.2025 11:00
Í gæsluvarðhaldi fram í september Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í maí hefur verið framlengt og gildir nú til 10. september. 18.8.2025 10:49
Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt drög að reglugerð um plastvörur, þar sem kveðið er á um skyldu til að merkja sérstaklega þær plastvörur sem eru einnota. 11.8.2025 16:48
Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Tilkynnt hefur verið um styttan opnunartíma Sundlaugar Seltjarnarness, sem tekur gildi frá og með 1. september næstkomandi. Nokkurrar óánægju gætir meðal íbúa um þessi áform, eins og venjan er þegar ráðist er í sparnaðaraðgerðir sem fela í sér þjónustuskerðingu af einhverju tagi. 11.8.2025 15:04
Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir að gríðarleg aukning hafi orðið á tilkynningum vegna veggjalúsar á undanförnum árum. Fyrir nokkrum árum hafi útköll vegna þeirra verið að jafnaði eitt á viku, en þau séu orðin allt að þrjú á dag. 11.8.2025 12:27
Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Tveir strætisvagnar rákust saman neðst í Borgartúni um tíuleytið í dag, og lokað hefur verið fyrir umferð um götuna. 11.8.2025 10:46
Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Lögreglan á Vesturlandi hefur handtekið mann á Akranesi vegna gruns um íkveikju. Eldur kviknaði í gömlu timburhúsi nálægt miðbæ Akraness fyrir hádegi í dag, búið er að ráða niðurlögum eldsins en miklar skemmdir urðu á húsinu. 10.8.2025 16:36