Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrsta skemmti­ferða­skip ársins komið til hafnar

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Reykjavíkur í gærkvöldi þegar skipið Le Commandant Charcot kom til hafnar. Bókaðar eru 237 skipakomur til Faxaflóahafna sem eru 22 færri skipakomur en voru árið 2024.

Grunur um að maður hafi farið í sjóinn

Grunur er um að maður hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Leit stendur yfir og að henni koma kafarar, björgunarskip Landsbjargar og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Gríðar­lega al­var­legt hafi trúnaður verið rofinn

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu.

Hnífstunguárás á Ingólfs­torgi

Umfangsmikil lögregluaðgerð stóð yfir á Ingólfstorgi í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um hnífstunguárás að ræða. Fleiri en einn hafa verið fluttir særðir af vettvangi.

Kom á ó­vart hvað ráð­herrarnir áttu erfitt með að svara

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að afsögn barna- og menntamálaráðherra sé enn eitt atvikið í stuttri tíð ríkisstjórnarinnar sem fái mann til að velta vöngum um hversu lífvænleg hún sé, og hvort það hafi verið rétt að stofna til hennar á þann hátt sem gert hafi verið. Hann segir umræðuna um mögulegan trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins einn áhugaverðasta flötinn á málinu.

Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum.

Arion lækkar vexti

Arion Banki hefur tilkynnt um breytingar á inn- og útlánsvöxtum bankans í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans á miðvikudaginn. Breytingarnar taka gildi fimmtudaginn 27. mars næstkomandi.

Sjá meira