Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Ísland Teen, þar sem keppendur eru 16 - 19 ára, hefur ekki fundið fyrir mikilli gagnrýni á keppnina. Hún segir að keppnin sé að valdefla stúlkur og byggja upp sjálfstraust. 21.10.2025 22:02
Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Framleiðsla hefur verið stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álvers Norðuráls á Grundartanga í kjölfar bilunar í rafbúnaði álversins. Bilunin veldur því að álframleiðsla á Grundartanga skerðist um tvo þriðju um óákveðinn tíma. 21.10.2025 21:00
Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Óvissustig vegna snjóflóðahættu á veginum um Ólafsfjarðarmúla tekur gildi klukkan tíu í kvöld. 21.10.2025 20:52
Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur stigið inn í umræðuna um kynfræðslu í fermingarfræðslunni í Glerárkirkju. Segir hann að Jesú, María mey, lærisveinarnir og María Magdalena séu svívirt í fræðslunni og gerð að persónum í klámsögu, en klámkennt kennsluefni af þessu tagi í fermingafræðslu sé slíkur yfirgangur að það stappi nærri sturlun. 21.10.2025 18:28
Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Barn var flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir sendiferðarbíl við Mjóddina síðdegis í dag. Barnið er ekki talið alvarlega slasað en var flutt á sjúkrahús til skoðunar. 21.10.2025 17:29
Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð á fimmta tímanum vegna flugvélar sem þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna tæknibilunar. Flugvélin lenti um tíu mínútur í fimm og engin slys urðu á fólki. 21.10.2025 17:01
Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Framkvæmdasýslan - ríkiseignir, rifti síðastliðinn föstudag verksamningi við verktakafyrirtækið Húsheild ehf. um byggingu hjúkrunarheimilis að Höfn í Hornafirði, og er riftunin sögð byggja á skýrum vanefndum verktaka. Húsheild ehf. segir að Framkvæmdasýslan hafi með háttalagi sínu siglt verkinu í strand og hyggst félagið leita réttar síns eftir riftunina. 21.10.2025 16:29
Fuglaflensa greinist í refum Skæð fuglaflensa af gerðinni H5n5 hefur greinst í þremur sýnum sem tekin voru úr veikum refum að undanförnu. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu greindist í fuglum á Norðvesturlandi í september. 21.10.2025 16:08
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Áhrifavaldur sem nýlega stofnaði eigið fyrirtæki, borgaði auglýsingastofu sextán milljónir fyrir að sjá um auglýsingar fyrir sig á samfélagsmiðlum. Hún segist upplifa sig svikna og að hún hafi treyst þessum aðilum í blindni, enda séu flest allar íslenskar netverslanir að kaupa þjónusta hjá þeim. 19.10.2025 14:27
Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður farið yfir stöðuna í ferðaþjónustu vegna boðaðs verkfalls flugumferðastjóra sem hefst að óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19.10.2025 11:49