Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stöðva fram­leiðslu í ál­verinu á Grundar­tanga

Framleiðsla hefur verið stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álvers Norðuráls á Grundartanga í kjölfar bilunar í rafbúnaði álversins. Bilunin veldur því að álframleiðsla á Grundartanga skerðist um tvo þriðju um óákveðinn tíma.

Fermingar­fræðslan um­deilda stappi nærri sturlun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur stigið inn í umræðuna um kynfræðslu í fermingarfræðslunni í Glerárkirkju. Segir hann að Jesú, María mey, lærisveinarnir og María Magdalena séu svívirt í fræðslunni og gerð að persónum í klámsögu, en klámkennt kennsluefni af þessu tagi í fermingafræðslu sé slíkur yfirgangur að það stappi nærri sturlun.

Flug­vél snúið til Kefla­víkur vegna bilunar

Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð á fimmta tímanum vegna flugvélar sem þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna tæknibilunar. Flugvélin lenti um tíu mínútur í fimm og engin slys urðu á fólki.

Verk­takar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi

Framkvæmdasýslan - ríkiseignir, rifti síðastliðinn föstudag verksamningi við verktakafyrirtækið Húsheild ehf. um byggingu hjúkrunarheimilis að Höfn í Hornafirði, og er riftunin sögð byggja á skýrum vanefndum verktaka. Húsheild ehf. segir að Framkvæmdasýslan hafi með háttalagi sínu siglt verkinu í strand og hyggst félagið leita réttar síns eftir riftunina.

Fugla­flensa greinist í refum

Skæð fuglaflensa af gerðinni H5n5 hefur greinst í þremur sýnum sem tekin voru úr veikum refum að undanförnu. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu greindist í fuglum á Norðvesturlandi í september.

Sjá meira