Vill stefna Háskólanum vegna uppsagnar Kristján Hreinsson skáld, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að honum hafi verið sagt upp störfum hjá Háskóla Íslands, en hann hefur verið með hjá Endurmenntun: Skáldsagnaskrif. 5.6.2023 14:24
Gaupi has left the building Í vikunni urðu tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – lét af störfum sem íþróttafréttamaður eftir rúmlega þrjátíu ára frækinn og farsælan feril á Stöð 2. Hann er kominn á eftirlaun en hefur sannarlega sögu að segja, ansi margar ef út í það er farið. Þó handboltinn hafi átt hug hans er alltaf stutt í Elvis. 3.6.2023 08:01
Þorsteinn segir íslenskt samfélag ekki rotið, ömurlegt og spillt Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er afar svartsýnn á að samningaviðræður verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda muni ganga vel í haust. 30.5.2023 15:44
Gæti farið illa ef ekkert er að gert í Reykjavíkurskógi Í vikunni féll birkitré við Tjarnargötu, í vindhviðu og mildi að ekki fór verr. Ef að er gáð kemur í ljós að hin unga skógarþjóð sem Íslendingar eru standa á tímamótum og í mörg horn að líta ef ekki á hreinlega illa að fara. Nokkurs fyrirhyggjuleysis gætir hjá Íslendingum sem teljast á alla mælikvarða ung skógarþjóð. 29.5.2023 09:01
Lilja ætlar ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube. 26.5.2023 14:31
„Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26.5.2023 13:26
Fjögur hundruð umsóknir um litla stúdíóíbúð Svo virðist sem alger örvænting ríki meðal leigjenda. Halldóra Jónasdóttir auglýsti litla stúdíóíbúð á dögunum og áður en hún vissi af voru komnar 200 umsóknir – samdægurs. Þær fóru í að verða 400 þegar upp var staðið. 26.5.2023 11:50
Reykvíkingar skipta Lviv inn fyrir Moskvu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur er nú staddur í Úkraínu en hann og Andriy Sadovyy borgarstjóri Lvív undirrituðu samkomulag um samvinnu borganna að viðstöddu fjölmenni í Ráðhúsinu í Lviv á þriðjudaginn síðastliðinn. 24.5.2023 16:27
Geðshræring vegna stýrivaxtahækkunar Verulegrar geðshræringar gætti á samfélagsmiðlum í morgun þegar tilkynnt var um enn eina hækkun stýrivaxta, þá 13. í röðinni en hækkunin nam 1,25 stigum. 24.5.2023 12:16
Þjófurinn tróð tveimur nautalundum í buxur sínar Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var þjófur nokkur gripinn glóðvolgur en sá virðist hafa ætlað að gera sér glaðan dag og elda dýrindis nautasteik. 23.5.2023 17:06