Óvissa um þróun fasteignamarkaðarins sjaldan verið meiri Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu er orðið hátt á alla hagræna mælikvarða. Í árslok 2021 var verðið með tilliti til launa landsmanna og fjármagnskostnaðar rúmlega einu prósenti hærra en það hefur verið að meðaltali undanfarin tíu ár. 27.1.2022 10:15
Spá því að ferðaþjónustan nái vopnum sínum á ný og krónan styrkist um 9 prósent Hagvöxtur á þessu ári mun mælast 4,7 prósent sem má einkum þakka þróttmiklum vexti útflutnings, sér í lagi ferðaþjónustu og sjávarútvegs, og gæti skilað sér í því að gengi krónunnar styrkist um 8 til 9 prósent. Gangi það eftir yrði það hraðasti vöxtur í hagkerfinu frá árinu 2018. 26.1.2022 06:01
Coripharma að sækja sér um 3 milljarða og boðar skráningu á markað á árinu Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Coripharma, sem hóf sölu á sínu fyrsta lyfi í Evrópu sumarið 2021, er nú á lokametrunum með að ljúka við hlutafjáraukningu sem nemur vel á þriðja milljarð króna í gegnum lokað útboð. 25.1.2022 10:30
Bankarnir lánuðu yfir 300 milljarða til íbúðakaupa annað árið í röð Ný íbúðalán bankakerfisins, sem voru alfarið drifin áfram af óverðtryggðum lánum, námu rúmlega 307 milljörðum króna á árinu 2021 sem er um einum milljarði króna meira heldur en árið áður. 24.1.2022 11:04
Tekjur Haga yfir væntingum vegna „innfluttrar verðbólgu“ Þrátt fyrir að vörusala Bónus, sem var 15 milljarðar króna á síðasta ársfjórðungi, hafi verið umfram áætlanir Haga þá er framlegðin enn undir langtímamarkmiðum félagsins. Það skýrist af kostnaðarverðshækkunum og hækkandi hrávöruverði auk þess sem flutningskostnaður hefur rokið upp sem má vænta að hafi einnig nartað í framlegð Haga. 24.1.2022 08:32
Jakob Valgeir og Helgi Magnússon fjárfesta í Skeljungi Tvö félög á vegum Jakobs Valgeirs Flosasonar, útgerðarmanns og fjárfestis, bættust við hluthafahóp Skeljungs fyrr í þessum mánuði þegar þau keyptu samanlagt um 1,55 prósenta hlut sem skilar honum í hóp tíu stærstu eigenda fyrirtækisins. 20.1.2022 17:31
Fyrirtækjalánin að færast úr bönkunum til fjárfesta og lífeyrissjóða Á sama tíma og afar lítill vöxtur hefur verið í útlánum bankakerfisins til fyrirtækja um nokkurt skeið hefur atvinnulífið í auknum mæli verið að sækja sér fjármögnun til annars konar lánveitenda. 18.1.2022 13:08
Ráðherra skipi sjö manna stjórn yfir Landspítalanum Heilbrigðisráðherra mun skipa sjö manna stjórn yfir Landspítalanum til tveggja ára í senn en í henni þurfa meðal annars að vera tveir stjórnarmenn með sérþekkingu á rekstri og áætlanagerð. 17.1.2022 10:08
Grænar fjárfestingar ekki pólitískari eða umdeildari en margt annað Lífeyrissjóðurinn Birta telur að aukin áhersla á grænar fjárfestingar á komandi árum, sem fellur undir þau UFS-viðmið sem sjóðurinn hefur sett sér í fjárfestingarstefnu sinni, geti skilað sjóðsfélögum betri ávöxtun til lengri tíma litið. Sjóðurinn stefnir að því að um átta prósent af eignasafni hans verði í slíkum fjárfestingum fyrir árslok 2030. Það er um þrisvar sinnum hærra hlutfall en er í dag. 17.1.2022 07:01
Seðlabankinn kynnir varanlegan lausafjárglugga fyrir fjármálafyrirtæki Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að koma á fót lausafjárglugga sem fjármálastofnanir sem eiga í viðskiptum við bankann geta haft aðgang að til að bregðast við óvæntri og tímabundinni lausafjárþörf sem gæti haft áhrif á fjármálastöðugleika. 16.1.2022 17:01