Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja. 30.5.2022 19:19
Fjárfestingafélagið Silfurberg fjármagnar nýjan vísissjóð Fjárfestingafélagið Silfurberg, sem er í eigu hjónanna Friðriks Steins Kristjánssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, stendur að fjármögnun á nýjum vísissjóði, Berg Energy Ventures, sem fjárfestir í fyrirtækjum sem vinna að lausnum gegn loftlagsvandanum. 30.5.2022 15:00
Fjármálastjóri Kviku kaupir í bankanum fyrir um 10 milljónir Ragnar Páll Dyer, fjármálastjóri Kviku, keypti í morgun hlutabréf í bankanum fyrir tæplega 10 milljónir króna. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar keypti hann samtals 500 þúsund hluti á genginu 19,7 krónur á hlut. 30.5.2022 10:41
Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna. 28.5.2022 16:00
Lítið um innlausnir fjárfesta úr sjóðum þrátt fyrir verðhrun á mörkuðum Annan mánuðinn í röð minnkuðu fjárfestar við stöðu sína í innlendum hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum en hreint útflæði úr þeim var samanlagt tæplega 900 milljónir króna í apríl. 27.5.2022 11:08
Vægi erlendra eigna stóru sjóðanna minnkaði mikið á fyrsta ársfjórðungi Eftir að hafa aukist nánast stöðugt undanfarin misseri og ár þá minnkaði hlutfall erlendra eigna stærstu lífeyrissjóða landsins verulega á fyrstu þremur mánuðum ársins samhliða gengisstyrkingu krónunnar og miklum verðlækkunum bæði hlutabréfa og skuldabréfa á erlendum mörkuðum. 27.5.2022 09:18
Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins. 25.5.2022 14:01
Hlutabréfaverð Play komið undir útboðsgengi félagsins í fyrra Hlutabréfaverð Play, sem hefur lækkað um nærri 16 prósent frá áramótum, er í fyrsta sinn komið undir það gengi sem stærri fjárfestar keyptu á í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skráningu flugfélagsins á markað fyrir nærri einu ári síðan. 25.5.2022 09:02
Lánað 80 milljarða til fyrirtækja á fyrstu fjórum mánuðum ársins Ekkert lát er á stöðugum vexti í nýjum útlánum bankanna til fyrirtækja sem námu yfir 25 milljörðum króna í apríl, litlu minna en í mánuðinum þar á undan, á meðan áfram heldur að hægja á íbúðalánum til heimila samtímis hækkandi vöxtum Seðlabankans. 24.5.2022 10:58
Seðlabankinn greip inn í til að hægja á styrkingu krónunnar Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði á föstudaginn fyrir helgi þegar hann keypti gjaldeyri til að vega á móti gengishækkun krónunnar en hún hafði þá styrkst um hátt í eitt prósent í viðskiptum dagsins þegar bankinn kippti henni til baka, samkvæmt heimildum Innherja. 23.5.2022 17:19