Líkur á innflæði gjaldeyris vegna vaxtamunarviðskipta hafa aukist Vaxtamunur Íslands við útlönd, einkum til skamms tíma, hefur aukist talsvert á árinu samhliða því að Seðlabanki Íslands hefur hækkað vexti sína nokkru meira en í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu. 3.10.2022 11:00
Lífeyrissjóðir aukið við gjaldeyriskaup sín um þriðjung á árinu Hrein gjaldeyriskaup íslensku lífeyrissjóðanna hafa vaxið nokkuð það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Svigrúm sjóðanna til að auka vægi fjárfestinga í erlendum gjaldmiðlum í eignasafni sínu hefur einnig aukist talsvert. 2.10.2022 13:01
Þjóðarsjóður Kúveit selur meira en helming bréfa sinna í Arion Þjóðarsjóður Kúveit, einn stærsti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu í heiminum, hefur á skömmum tíma minnkað verulega við eignahlut sinn í Arion banka. Sjóðurinn var áður einn stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi bankans með tæplega eins prósenta hlut. 1.10.2022 14:02
Vanguard keypti fyrir tvo milljarða í Arion banka Bandaríska sjóðastýringarfélagið Vanguard fer með tæplega 0,8 prósenta eignarhlut í Arion eftir að hafa fjárfest í bankanum samhliða því að íslenski markaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja í byrjun síðastu viku. 29.9.2022 18:31
Lífeyrissjóðir með helmingi minni hlut í Mílu en þeim stóð til boða að kaupa Takmörkuð aðkoma sumra af stærstu lífeyrissjóðum landsins við kaup á hlutum í Mílu í samfloti með franska sjóðastýringarfélaginu Ardian þýðir að samanlagður eignarhlutur sjóðanna í fjarskiptafyrirtækinu verður talsvert minni en áður var áætlað. Íslensku lífeyrissjóðirnir munu tilnefna fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Símanum sem fulltrúa sinn í stjórn Mílu eftir að viðskiptin klárast. 29.9.2022 07:01
Rannsakar hlutabréfaviðskipti dagana fyrir útboð Íslandsbanka Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn. 28.9.2022 07:00
Hægir á innlausnum fjárfesta úr innlendum hlutabréfasjóðum Fjórða mánuðinn í röð dró lítillega úr innlausnum fjárfesta úr íslenskum hlutabréfasjóðum en stöðugt útflæði hefur verið úr slíkum sjóðum, rétt eins og í öðrum verðbréfasjóðum, samtímis miklum óróa og verðlækkunum á mörkuðum á síðustu mánuðum. Frá því í lok febrúar, þegar innrás Rússa hófst í Úkraínu, nemur nettó útflæði úr verðbréfasjóðum samanlagt um 23 milljörðum. 27.9.2022 14:59
Innlán fyrirtækja bólgnað út um nærri 50 prósent á rúmlega einu ári Ekkert lát er á miklum vexti í innlánum atvinnufyrirtækja en frá því um vorið 2021 hafa þau aukist að umfangi í bankakerfinu um nærri fimmtíu prósent. Á sama tíma hefur verið afar lítil aukning í innlánum heimilanna sem hafa skroppið saman að raunvirði á síðustu mánuðum og misserum. 26.9.2022 17:49
Selt í Marel fyrir á annan tug milljarða á örfáum mánuðum Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem var um skeið stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels, hefur á nokkrum mánuðum selt liðlega þriðjung allra bréfa sinna í íslenska félaginu. Stórfelld sala sjóða í stýringu Capital hefur átt sinn þátt í því að drífa áfram miklar lækkanir á hlutabréfaverði Marels. 26.9.2022 07:00
Seldi gjaldeyri til að mæta útflæði við útgöngu erlendra vogunarsjóða Seðlabanki Íslands greip inn á gjaldeyrismarkaði í upphafi vikunnar með einni umsvifamestu sölu sinni á gjaldeyri á þessu ári. Þetta var í annað sinn í þessum mánuði sem bankinn stóð að gjaldeyrissölu á markaði en áður hafði bankinn ekki beitt gjaldeyrisinngripum í meira en þrjá mánuði. 25.9.2022 14:00